Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 12
42 LÆKNABLAÐIÐ skuldum og eignalausri ómegð. Hitt er ekki minna víst, að hve vel, sem þeir voru að sér og duglegir, var'ð mikið af starfi þeirra hrossalækning- ar — og þó margir, sem fóru jafnvel þeirra á mis, vegna þess, hve óhóf- lega erfitt og dýrt var að veita sér hjálp. 1 heilsu margra brotnar enn stórt skarð af því, að ekki er gert við litla sprungu í tíma. • Talið er, að á síðasta áratug hafi or'ðið margskonar framfarir í land- inu. Áreiðanlega hafa ríkissjóðnum bæst margir útgjaldaliðir, og ekki allir smávaxnir. Til skólamála hefir gengið stórfé, fram yfir þa'ð, sem fyr var, dómgæsla og lögreglustjórn kostar nú um þa'ð hálfu meira fé, en fyrir ára- tug, þó ólöghlýðni hafi liklega vaxið meira. Hundru'Öum þúsunda er ár- lega varið til þess að lokka bændur til jarðabóta, fé sem hvern þiggjanda hefir nauðalítið dregið um (örlítið brot af samtöldum stofnkostnaði og og rekstrarkostnaði nýyrkju), og sem skömm er að, að nokkurt gagn skuli hafa gert. Ríkislaunaðir menn hafa sprottið upp eins og arfi á haug, ný launastétt, að mestu lítt lærðra manna. Tugum og hundruðum þús- unda er snarað í þetta og hitt, brú hér, brimbrjót þar. Þingið er ósmátt á stórsummur, bæði fjárveitingar og tvísýnar ábyrgðir. Verulegrar spar- semi gætir helst í koparskildinga, eins og greiðslur fyrir sótthreinsanir og bólusetningar. En læknaskipunin helst óbreytt, nema hafi það verið Álftafjörðurinn, sem einhverjar umbætur fékk nýlega. Ef eg man rétt, voru heilbrigðismálin eini útgjaldaliður ríkisins, sem stóðst áætlun eða jafnvel tókst að spara á eitt óhófsárið. Þó er ein summa, sem að vísu er ekki talin undir þessum lið í ríkisreikningunum, en þar á helst heima, styrkveiting til berklaveikra, sem jafnt og örugt vex. Líklega sýnilegasta og vafalaust hörmulegasta afleiðing af niðurlægingu heilbrigðismálanna. Um öll heilbrigðismál, þar á meðal læknaskipun, grúfir deyf'ð og fram- taksleysi, nema þar, sem lögfest er úrelt fyrirkomulag og stefnt niður á við. Það hefir ekki árað til umbóta síðasta áratug mestallan. Forgöng- una ver'ða læknar aS hafa, en þeir víSa hatursmegin vi'ð hálfvitlausa landsstjórn. Milli þeirra og fólksins smeygði sér köld og skitin hönd rógs og tortryggni. Nokkuð af niðurlægingunni er læknunum sjálfum að kenna. Þeir hafa ekki sótt þau mál, sem þeirra er að sækja, eins og þarf á skrumöld hverri. Vorkunn er þeim nokkur. Dreyfðir eru þeir og tjóðraðir eru þeir við störf, mikil störf, og flest þreytandi. MeSferS einstaklingsins, þess og þess hins sjúka, tekur oft allan hugann og glepur yfirlitiS. Höfum við ekki notaö hernaðaraSferS Fabiusar, án þess aS hafa tilgang Fabiusar á bak vi'ð hana? Höfum við ekki svikið sjálfa okkur og okkar pund? Og þó eigum við vald, sem ekkert stenst, nema dauðinn.. Þar eiga ýmsir högg í annars garði um frestinn. Við þurfum að sækja mál okkar við fólkið og við stjórn og þing, en forgöngu ætti lndl. og heilbr.ráS aS> hafa. Horfir þetta vænlega, ef lágt er siglt? Varla. Þeir eru enn að greftri, sem einskis svífast og alt leggja í rústir í stéttahatri. Flest er bundiS, brotiS og týnt í búi ríkisins. Ekki eru líkur til a'S nokkur veruleg samv. geti orSiS milli læknanna og landlæknis. Lagasetningu hefir eigi skort á sí'Sustu árum um heill)rigSismál. En alt það rubb hefir að mestu verið um \æknastcttina, áframhald af eltinga- leiknum við hana væntanlega, eins og von var til og búast mátti við, eins og til var stofnað. Það hefir snúist um formhliðina, verið social

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.