Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1934, Side 17

Læknablaðið - 01.03.1934, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 47 Edgar Allen: Sex and internal secretions, 951 bls., Williams & Williams Co. publisher. Verð 10 dollars, 1932. Baltimore. Besta og stærsta handbók um nýjustu, rannsóknir á innri secretion kyn- kirtlanna. Bókin er samin af 22 helstu sérfræðingum á þessu sviði og gefin út „under the auspices of the division of medical sciences of the National Research council" í U. S. A. H. T. Fréttir. Siglufjarðarhérað hefir verið auglýst laust. Umsóknarfrestur til 15. maí. Umsækjendur um Hofsóshérað voru: Bjarni Sigurösson, Ögri, Bragi Olafsson, Reykjavík, Eiríkur Kjerúlf, Isafirði. Sigurður Sigurðsson aðstoSarlæknir í lyflæknisdeild Landspítalans, hef- ir verið' viðurkendur sérfræðingur í lyflæknisfræði. 8 læknakandidatar taka próf í vor. Kandidatsplássin í Danmörku. Frá 1. apríl, á Bispebjerg spitala: Axel Blöndal, á Vejle sjúkrahúsi: Þorvaldur Blöndal. Framhaldsmentun héraðslækna. 2 læknar hafa þegar sótt til L. í. um framhaldspláss þau, sem Bartels yfirlæknir hefir útvegað í Danmörku. Er sennilegt að framvegis verði ráðstöfum þeirra lögð undir sömu nefndina, sem hefir með kandidatsstöðurnar aö gera. Olíklegt er annað en að marga langi til þess aö notfæra þessar stöður til framhaldsmentunar. AÐALFUNDUR Læknafélags fslands verður haldinn í Reykjavík 1. og 2. júlí næstkomandi. DAGSKRÁ Fyrri dagur: 1. Stjórnin gerir grein fyrir störfum síðasta árs. 2. Lagðir fram reikningar félagsins. 3. Prófessor Knud Faber: Erindi um sjálfvalið efni. 4. Gjaldskrá héraðslækna. 5. Krabbamein í meltingarfærum (Diagnosis), Dr. med. Halldór Hansen. 6. Krabbameinsrannsóknir : Júlíus Sigurjónsson. 7. Löggjöf um fóstureyðingar o. fl. 8. Tillögur berklanefnclar. Síðari dagur: 1. Prófessor Knud Faber: Erindi um sjálfvalið efni. 2. Handlæknisaðgerðir við krabbamein: Prófessor Guðm. Thoroddsen. 3. Geislalækningar við krabbamein: Dr. med. Gunnl. Claessen. 4. Erindisbréf héraðslækna. 5. Stjórnarkosning. 6. Önnur mál. Stjómin.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.