Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 5i þó ýms atriÖi gægtu komi'Ö til greina er um það skyldi dæma, eins og eg gat um hér í félaginu þá. Er eg hafði séð, hvernig aðferð þessi gæti gefist við mani, styrkti það mig í að gera tilraunir með þunglyndið líka. Að visu hafði eg að nokkru leyti byrjað á þeim, þegar er mér virtist möguleiki myndi vera til þess, að hafa einhver áhrif á það með þessu sama eða líku móti. Við þunglyndu sjúklingana var mun erfiðara að eiga en oflátana. Fyrst og fremst virtist mér eina leiðin væri sú, að velja vœgustu tilfellin úr, í stað hinna þyngstu áður, vegna þess, að um var að gera, að fá tilfellin eins litið flókin og unt var. En það er segin saga, að sjúklingur með þunga melancholi hlýtur óhjákvœmilega að vera búinn að fá ýmsar líkamlegar og andlegar breytingar, sem ekki tilheyra sjúkdónmum beint, en eru af- leiðingar hans. Eg skal t. d. minna á, að sjúkl. þessir nærast oft langa lengi lítilfjörlega, og hefir þaö eitt vitanlega hinar djúptækustu breyting- ar i för með sér, eða þeir hafa gengið með langvinna, harðvítuga hægða- tregðu. Eða bara pínt sig sí og æ til að halda sér uppi. Alt þetta, o. m. fk, hefir sínar verkanir á sál og líkama. Melancholi er því orðin blönd- uð svo mörgu óviðkomandi, að iit er að átta sig á þvi, hvað muni „pri- mært“, ef svo mætti segja, og hvað ,,sekundært“ í sjúkdómnum. Og það er ógerlegt, eða mjög erfitt, að nota slíkt í tilrauna-augnamiði. Sem hliðstætt dæmi skal eg aðeins minna á gigtina, sem birst getur í öllum mögulegum myndum, alt frá einum flögrandi smásting, sem engin finnanleg ástæða er fyrir, upp í hin rosalegustu örkuml, þar sem sjúk- lingurinn er stirðnaður og ósjálfbjarga í hinum ömurlegustu stellingmn. Engum dytti í hug, að vænta þess, að ef maður aðeins stríðir við þessi allra-þyngstu tilfelli — lokastig sjúkdómsins, — þá hefðist nokkuð veru- lcgt upp úr því, er snert gæti meðferð vægari tilfellanna. Enda dettur víst engum í hug, að nota sömu aðferðina í vægustu acut og þyngstu kron- isku tiflellunum. — Eg fór því þá leiðina, að velja úr vœgustu tilfcllin, sem eg fékk, til- felli þar sem diagnosis var aðeins dcprcssio mentis, manio-depressiva, en ekki melancholia. Gerði eg hinar ströngustu kröfur til þess, að vissulega væri um manio-depressiva depressio mentis að ræða, og hefi eg gert grein fyrir þeim á V. Skand. psyk. Kongr. i Höfn í ágúst 1932. Hafði eg þá aðeins 46 sjúklinga, sem uppfyltu þessi skilyrði, af rúmum 600 í alt, þar sem diagnosis var depressio mentis af einhverri tegund. Þessa 46 sjúklinga flokkaði eg með ýmsu móti. Nokkrir fengu hina „venjulegu“ meðferð (sem sé bróm i ýmsum myndum, BrNa, Mixt. ner- vina etc., etc.), og voru það kontrol-tilíellin. Aörir fengu ekkert bróm eða „róandi“ efni, í venjulegum skilningi þess meðal lækna, hcldur efni, sem aöcins verkaði vœgt ertandi á parasympatiska hluta ósjálfráða tauga- kerfis sjúklinganna, sem sé jaborandum, sem eg gaf í mixtúru, af mis- munandi styrkleika. Þegar eg rannsakaði ertingu ósjálfráða taugakerfisins hjá mörgum þess- ara sjúkl., kom í ljós, að þcir höfðu flcstir aðeins minkaða ertingu í para- symp. hluta taugakerfisins, en normal ertingu í sympatiska hluta þess. Jafnframt var Ca/Na-hlutfallið aukið í blóðinu. Eg vildi því reyna að gefa þessum sjúklingum efni, sem eingöngu verk-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.