Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1934, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.05.1934, Qupperneq 6
52 LÆKNABLAÐIÐ aði ertandi á parasympat.kerfið, en það er, auk acethylcholin, jaborandum. Acethylcholin er auðvitað langbesta efnið, en menn þektu svo lítið til þess fram að 1930, að eg þorði ekki að gefa það sjúklingum, sem voru á fótum, og enginn þessara sjúklinga var það mikið veikur, að hann gæti ekki vel verið á fótum. Þess vegna varð eg að nota jaborandum, sem að vísu er langt frá því að vera ideelt, því það er nokkuð ójafnt að styrkleika. — Arangurinn af þvi var svo góður, að hann tekur langt fram því, sem menn áður voru vanir í meðferð þessara sjúklinga. — Og það, sem fyrir mér var þýðingarmikið atriði, það sýndi sig, að með þvi að ganga út frá breytingunum í ósjálfráða taugakerfinu og Ca/Na-hlutfallinu sem grund- velli, batnaði sjúklingunum betur og fyr en áður. Jafnhliða þessum 2 aðaltilraunaflokkum, gerði eg auðvitað einnig smá- rannsóknir á aukaatriðum, — en frá því hefi eg skýrt ýtarlega á öðrum stað. Er eg frétti, að menn í Frakklandi væru orðnir ósmeykir við að gefa acethylcholin sjúkl., sem höfðu fótavist, vildi eg auðvitað reyna það. En áður þurfti eg að gera nánari rannsóknir á því, hvernig það og nokkur önnur efni, verkuðu á blóðsöltin hjá manio-dpressivum sjúklingum. Gerði eg það aðallega haustið 1932, og naut þá til þess laboratorie-hjálpar ágætr- ar aðstoðarkonu, fröken Ragnhildar Benediktsdóttur, sem því miÖur and- aðist nokkrum mánuðum seinna á Vifilsstöðum. Niðurstöðurnar af rannsóknum þessum voru lagðar frarn á aðalfundi Deutsche Verein f. Psych. i Wúrzburg, í mai 1933. Niðurstöðurnar voru í aðalatriðum þær sömu og eg áður hafði fundið, sem sé, að acethylcholin lækkar Ca/Na-hlutfallið í blóðinu, enda voru þær nú aðeins gerðar til þess að geta reiknað út breytingarnar eftir meðala- skamtinum og líkamsþunga sjúklinganna. Við flokkun á vœgu þunglyndiss'júklmgunuum eftir því, hvernig erting- in er i ósjálfráðu taugakerfi þeirra, og hvernig Ca og Na er breytt i blóði þeirra, liefir komið fram, að einn flokkur hefir aðeins minkaða parasym- patiska ertingu, en normal sympatiska, og jafnframt aukið Ca/Na-hlut- fall í blóðinu. Þessi flokkur ætti a priori, skv. rannsóknum mínum, að vera sérstak- lega til þess falinn að prófa á verkunina af acethylcholin. A árinu 1933—febr. 1934, liefi eg haft 260 sjúkl., þar sem diagnosis mín var depressio mentis. Af þeim hefi eg talið um 70 manio-depressiva. 14 af þessum 70 hafa leitað mín það snemma í sjúkdómnum, að eg að eins hefi fundið minkaða ertingu í parasympatiska hluta taugakerfisins og jafnframt aukið Ca/Na-hlutfall í blóði. Eg sagði „liafa leitað mín það snemma í sjúkdómnum" o. s. frv. vegna þess, að eg hefi aldrei fundið þessa breytingu í taugakerfinu ísóleraða + auknu Ca/Na-hlutfalli, nema hjá mjög vægum þunglyndissjúklingum, þ. e. a. s. í byrjun sjúkdómsins, og hefi eg þó rannsakað það oftsinnis. Allir þessir 14 sjúklingar hafa fengið acethylcholin sem innspýtingu í vöðva, 1 mg/kg, 1 cða 2 innspýtingar daglcga í 2 eða 3 daga, síðan 1 ann- anhvern dag 2svar eða 3svar. Að þeim tíma (6—10 dögum) liðnum hafa þeir verið útskrifaðir sem subjektivt og objektivt frískir. M. ö. 0.: Allir þeir sjúklingar mínir, sem uppfylt hafa þau skilyrði, að hafa minkaða ertingu í parasympatiska hluta ósjálfráða taugakerfisins og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.