Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1934, Side 7

Læknablaðið - 01.05.1934, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 jafnframt aukið Ca/Na-hlutfall í blóði, hafa Iæknast á viku til io dögum, er þeim var gefið acethylcholin, sem eykur parasympat. ertingu og minkar Ca/Na-hlutfallið. Diskussion: Það má auðvitað bera það fram á móti þessum tilfellum, að þetta hafi alt verið að eins vægustu tilfelli, sem hefðu getað hatnað af sjálfu sér. Auðvitað er ekki útilokað að svo sé. En 1) þá er hér um sjúkl. að ræða, sem allir hafa áður haft þunga melan- choli oftar en einu sinni, sem staðið hefir marga mánuði. 2) Ekki eru vanir að fá þess á milli smá abortiv-köstt, sem þeir þurfa að leita til læknis með. 3) Einkennin, sem þessir sjúkl. kenna, minna þá fyrst og fremst á byrj- unina á stóru köstunum, sem þeir því hugsa að séu í aðsigi. Þó að maður skyldi halda að þeir óttuðust þau, þá hafa þeir þó margir alls ekki kent neins verulegs kvíða, „hann er ekki kominn ennþá“, eins og þeir sumir hafa orðað það, heldur aðallega vantandi geðfeldniskend, þannig að það sem áð- ur gladdi þá, er þeim sama um eða kemur lítt við þá, eða almennrar þung- lyndiskendar, tregðu í hugsunum og athöfnum, þeim dettur lítt eða ekkert nýtt í hug, kenna erfiðleika við að hefjast handa, fá sig að verki, ganga í hæsta lagi áhugalausir að sínu daglega starfi, eða þeir vilja helst liggja fyr- ir, finst þeir ekki frískir, þurfa að sofa meira, vera slappir, þungir á sér o. s. frv. o. s. frv. Jafnframt sækir á þá þurkur í hálsi og munni, og oft í byrjun aukin þvaglát. 4) Sjúkl. þessir virðast yfirleitt mjög lítið talhlýðnir, heldur mæta oft ciginl. sannfærðir um að lækningatilraunir muni vera árangurslausar. eða a. m. k. óttast að svo verði, ef þeir óttast mjög að fá þung melancholiköst. 5) Tala sjúklinganna er auðvitað ekki há, að eins 14. En það stafar af því, að heildartala allra þunglyndra, sem mín hafa leitað á sama tíma, er að eins um 260. Af þeim hefi eg ekki talið nema um 70 ábyggilega manio- depressiva. Og að eins 14 af þeim hafa leitað mín það snemma í sjúkdómn- um, að aðeins væri að finna minkaða ertingu í parasympatiska hluta ósjálf- ráða taugakerfisins og jafnframt aukið Ca/Na-hlutfall í blóði. 6) Á hinn hóginn eru þessir 14 allir þeir, sem uppfylt hafa þau skilyrði, scm eg hefi sett fyrir acethylcholin-meðferðinni. Gangur sjúkdómsins hefir verið eins hjá þeim öllum, eftir að þeir fengu efnið. sem sé batnað á 6—io dögum. Virðist það vera einkennileg tilviljun, ef sjúkdómurinn hefði stöðv- ast og hatnað af sjálfu sér, einmitt á þessum dögum. einmitt hjá þtessum sjúklingum. Utilokuð er tilviljunin ekki. En mér virðist hún afar ósennileg. Eg tel mig a. m. k. ómótmælanlega hafa rekist á flokk manna, sem áður hafa verið haldnir manio-depressiv geðveiki á mjög háu stigi. og hafa virst vera að fá mikil þunglyndisköst (melancholi) á ný og því leitað min. Þeir hafa allir svnt sig að hafa minkaða ertingu í parasympatiska hluta ósjálf- ráða taugakerfisins, (en normal í svmpatiska hlutanum) á sviði hjarta og æðakerfis. og jafnframt aukið Ca/Na-hlutfall í hlóðinu. Þegar þeim hefir verið gefið lyf, acethylcholin, sem evkur ertingu í parasympatiska kerfinu og jafnframt minkar Ca/Na-hlutfallið. hefir þeim hatnað þunglyndið ör- uggar og á skemmri tíma en telja verður sennilegt að um tilviljun eina sé að ræða. Eg hallast því að því, að eitthvert orsakasamband muni vera á milli þess hve fljótt sjúkdómurinn batnar, og þess efnis, sem sjúklingarnir liafa fengið. I

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.