Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1934, Page 11

Læknablaðið - 01.05.1934, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 57 2. Minna shock fæst meS intramuskulær inj. einhverra þeirra efna, er áÖur hefir verið á minst. Einkennin eru öll vægari og koma seinna, eftir 4—6 klt., oft aðeins kuldahrollur, almenn vanlíðan, 38—39,5°, eSa aðeins smáhækkun á hita. 3. L o c al sli 0 c k kemur í einstaka tilfellum, og er þá aðallega um takmarkaðan þrota, roða og hita að ræða, er heldur sér 2—3 daga, get- ur orðið nærri flegmonös, en hverfur jafnan af sjálfu sér. I þessum til- fellum er talið að um sé að ræða primær cytolysis eða proteinolysis, sem svo sekundært veldur almennum lireytingum, því þr. f. hve shock getur litið mismunandi út (1., 2., 3. stig), þá er það sameiginlegt öllum teg- undurn af experimental shock, að á undan klinisku einkennunum fara breytingar á blóðinu, „crise vasculo-sanguine“, sem geta sýnt manni, að um shock sé að ræða. Eins og áður er tekið fram, er næmi manna mjög mismunandi og einnig breytilegt. Gull framkallar miklu sterkara shock en silfur, sömu- leiðis brennisteinn og blý. Mjólk er oft mjög óábyggileg (en ódýrt að reyna hana). Vaccine reynist venjulega vel. Fyrir kemur, að sjúklingar verða ónæmir fyrir þeim efnum, sem gefin eru. Er þá oft gott að breyta til um efni. Ennfremur breytist oft viðbragð sjúklingsins, þannig, að reak- tionin kemur smám saman síðar og síðar eftir injektionirnar, og kemur þá fyrir, að manni sést alveg yfir rcaktionina. Aðalindikaiionir or kontra-indikationir. í lækningaskyni er sbock fyrst og fremst notað til þess að framkalla desensibilisation og antianafylaxi, ennfrennir við ýmsar local pyogen infek- tionir, mb. venerei, septicæmi allskonar og taugasjúkdóma. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvernig sumt fólk er ofnæmt gegn þessu eða hinu. Aðferðin til þess að vinna bug á ofnæminu er: 1) að dcsensibilisera sjúklinginn með því að gefa honum daglega efni það sem hann er ofnæmur gegn, í mjög stnáum skömtum, svo smáum. að þeir að eins framkalli mjög litið shock, sem sjúkl. ef til vill alls ekki finn- ur til, og smástiga mcð skamtinn, eftir því sem sjúklingurinn jtolir. Með- ferðin vcrður að taka yfir marga mánuði. 2) Önnur aðfcrð til að vimici bucj á ofnœminu cr antianafyhxi. Sjúk- lingnum er gefinn lítill skamtur af efni því sem hann er ofnæmur gegn, nokkru áður en hann fær stóran skamt af því. Báðar aðferðirnar byggjast m. a. á því, að shock, af hvaða uppruna sem er, lætur eftir sig ónæmi nokkurn tíma, þ. e. a. s. sjúklingurinn er „ómót- tækilegur" nokkurn tíma eftir shock, líkaminn reagerar ekki þegar í stað með nýju shocki. Báðar þessar aðferðir byggjast á því, að menn viti hvaða efni það séu, sem sjúklingarnir eru ofnæmir gegn, desensibilationin cr „spccifik". En í mjög mörgum tilfellum vita menn ekki hvaða efni það eru, sem sjúklingarnir eru ofnæmir gegn. Getur þá að eins orðið um óspccifika dc- sensibilisation eða anti-anafylaxi að ræða. Til þess eru helst notuð alls- konar protein. Auðveldust og áhættuminst er autohæmoterapi, 5—10 cm3 intramusculært með 2—3 daga millibili; hefir hún reynst vel stundum við astma, ýmsa húðkvilla (,,eccem“, urticaria, allskonar pruritus), furunculos:s o. fl. En mjög oft er hún árangurslaus. Sama er að segja um autoserotherapi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.