Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 12
58 LÆKNABLAÐIÐ Sumum þykir betri hetero-hæmotherapi og mjólkurinjectionir, en árangur er einnig oft mjög lítill af því. Auk proteina hafa einnig verið notuÖ kristölluÖ sambönd til þess aÖ de- sensibilisera, og í sumum tilfellum gefist vel (isotonisk NaCl-upplausn, Natriumkarbonat eða Na-hyposulfit). Sjúkdómar þeir, sem helst hefir veriÖ reynd desensibilisation og anti- anafylaxi við, eru helstir ýmsar tegundir af astma, rhinitis vasomotoric, sinuitar, húðsjúkdómar (eczem, urticaria, Quinckes ödem), pruritus alls- konar, ofnæmi gegn ýmsum matartegundum eða lyfjum. Shock-Iækningar á infektionssjúkdónuim. Shock-meðferð hefir oft gefist vel við ýmiskonar pyogen infektionir, flegmone, anthrax, angina flegmonosa, salpingitis o. fl. Er það ýmist, að bólgur þessar resorlierast fljótar eða suppurera fljótar, þannig að sjúkdóm- urinn a. m. k. tekur skemri tíma en hann ella mundi gera. Við bubo ingvin- alis, sem ekki hefir opnast, arthritis og epididymitis, monoarticulær rheumat- ismus acutus eða subacutus gefst shock-terapi oft mjög vel. Fyrsta verk- un er venjulega, að fljótlega dregur úr verkjunum. Engin veruleg verkun fæst við urethrit. gon., prostatitis, vesiculitis eða chron. gonorrh. arthropathi. Við septicæmi af ýmiskonar uppruna er shock-therapi oft það besta og eina, sem er að gera, einkurn þó í gömlum, chroniskum tilfellum. Margir hafa notað hana við influenzu, pneumoni og bronchopneumoni og látið mik- ið af. I þyngstu tilfellum af febris rheumatica acuta hefir Nolf séð ágætis árangur af salicyl og shock-therapi samtímis. Við ýmsa taugasjúkdóma er shock-therapi mikið notuð, fyrst og frenrst dem. paralytica og aðrar myndir af lues i taugakerfinu; við sclerosis dissem- inata virðist hún oft nokkuð gagna, sumar tegundir af polyneuritis og oft við encephalitis epid. chronica. Við fjölda annara taugasjúkdóma og geð- sjúkdóma hefir ýmiskonar shock-therapi og verið reynd, en um ábyggilega verkun verður ekki talið að hafi verið að ræða. Kontraindikationir gegn shock-therapi. Aðframkomnum sjúklingum þýðir ekki að ætla shock-therapi. Fyrsta skil- yrðið er að sjúklingar hafi einhverja krafta eftir, til ]iess að ]iola shockið, sem gctur orðið óútreiknanlega meira en maður ætlast til. Hjá gömlum og kakektiskum sjúklingum með myocarditis eða endocarditis á að forðast shock. Absolut kontraindikation er hypo-tensio arterialis. Astma- og urti- cariasjúklingum skal forðast að gefa intravenöst shock-efni. Þeir eru oft afar næmir gegn þeirn. Getur verið skynsamlegt að gefa ]ieim smáskamt af adrenalini eða ephedrini rétt á undan shockinu. Ef lífshœttuleg trlfelli virðast œtla að koma við shock-thcrapi skal gefa adrenalin eða ephedrin þegar í stað. Þess vegna skal og aldrei gefa shock- efni nema að maður hafi adrenalin cða ephedrin alvcg við hendina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.