Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 61 sú, aö lömunartíminn sé svo breytilegur og venjulega of stuttur til þess aö hafa hin æskilegustu áhrif á skemdirnar í lungunum. Þaö má til sanns vegar færa, að lömunin sé óviss, þegar aöeins aðalstofn taugarinnar er tekinn fyrir, en smáræturnar (accessory roots) látnar halda sér. Þegar aðgeröin er fullkomin fæst venjulega lömun unvó mánaöa tíma; i örfáum tilfellum verður lömunin ævarandi (permanent). Aögerðin sjálf er að sögn höfundarins ekki erfiðari en phrenicoexeresis. Hún er fólgin í því, að tauginni er grandgæfflega þrýst saman með æða- töng á aðeins einum stað og sé lengd lesionarinnar varla meiri en sem svarar vidd tveggja til þriggja æðatanga. Sé lesionin lengri eiga nýir axonar erfitt með að vaxa gegnum svo breiðan defekt í tauginni og löm- unin getur þá orðið ævarandi. Hjá mjög mörgum sjúklingum sjást ein eða tvær smærri taugar, sem ganga út frá mediala hluta 5. hálsrótar, uffl eða fyrir ofan efra borð viðbeinsins og fara fyrir neðan og lítið eitt medi- alt við framflötinn á M. scalen. ant. Þessar aukarætur nervi phrenici sam- einast aðalstofninum ofarlega i mediastinum, og ef þær eru ekki skornar burtu eða þeim þrýst saraan, íá þær sterkan hæfilegleika til þess að taka upp smám saman nægilega óháða starfsemi og hreyfa þyndina, jafnvel þótt leiðsla i aðalstofni taugarinnar sé gersamlega útilokuð. Höfundur telur betra að skera þegar þessar aukarætur burtu á svo sem 2 cm. svæði held- ur en að þrýsta þeim saman. Þær eru of smáar til þess að þeirra sé þörf fyrir hreyfingu þyndarinnar, þegar aðaltaugin hefir endurnýjast. Hafi þeim aðeins verið þrýst saman verður nauðsynlegt að finna þær aftur við sekundæru aðgerðina, en það getur orðið erfitt sökum myndunar á örvef eftir primæru aðgerðina; aðalstofninn kveður höfundur venjulega auðvelt að finna á ný. Til þess að framleiða ævarandi phrenicuslömun telur höfundur nægilegt sem sekundæra aðgerð að skera burtu ca. 3 cm. bút úr aðaltauginni. Hafi aukarótunum hinsvegar aðeins verið þrýst saman telur höfundur nauðsynlegt að gera phrenicoexeresis sem secunnd- æra aðgerð, en þá aðgerð virðist höfundur álita hættulega (mediastinal blæðing o. s. frv.). L. E. Smágreinar og athugasemdir. Danskar doktorsritgerðir. Félag yngri lækna í Danmörku hefir rannsakað ýmislegt viðvikjandi doktorsritgerðum árin 1927—1932. 76 ritgerðir voru varðar af læknum þessi 6 ár, nokkurn veginn jafnmargar hvert árið. Kandidatsaldurinn var að meðaltali 8ýá ár, minst 4, mest 23 ár. Flestir höfðu varið 2—4 árurn til verksins. Langflestar ritgerðirnar urðu til í Khöfn, eða 67, og af þeim 22 á rannsóknarstofum háskólans, 17 á Rikisspítalanum. Kostnaðurinn við ritgerðirnar (þ. e. bein útgjöld, er menn hafa haft af þeim, er frá 1500 —6000 kr., og er prentunarkostnaður mestur hluti útgjaldanna. Upplagið hefir verið 400—1400, stærst af þeim, sem sendar eru sem fylgirit með tímaritum. Það, sem selst hefir af ritgerðunum, er alveg hverfandi, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.