Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 6
68_____________________LÆKNABLAÐIÐ_______________________ Samkvæmt þessum tölum hefir ríkið greitt að meðaltali rúmar 800.000 kr. á ári siSastliðin 6 ár, auk framlags héraðanna, svo að allur berklakosn- aður ríkis og héraða nemur næstum því 1 milj. kr. á ári. Þessi kostnaður má heita að sé allur sjúkrastyrkur, greiddur til sjúkra- húsa, og þar sem daggjald sjúklings hefir verið kr. 4.50—5.00, svarar kostnaðurinn til þess að greitt hafi veriS fyrir 500 sjúkrarúm alt áriS um kring. Nú er þaS svo, að yfirleitt er taliS hæfilegt, að tala sjúkrarúma fyrir berklaveikina sé jafn há tölu þeirra, sem deyja úr berklaveiki í landinu. Hér á landi hefir tala þeirra, sem dáið hafa úr berklum verið 206 árið 1931 og 221 árið 1932. Ef gert væri ráð fyrir 250 rúmum fyrir berkla- veika, ætti því að vera vel séð fyrir sjúkrarúmum. samanborið við reynslu annara þjóð'a. Hér er þá greiddur kostnaður fyrir tvöfalt hærri rúmatölu en búast mætti við, ef sama gilti hér og annarsstaðar. Vcgna þess að berklasjúklingarnir eru einu sjúklingarnir, sem ríkið kostar að öllu leyti á sjúkrahúsum, er viðbúið að sjúkrahúsin dragi þessa sjúklinga til sín frekar en aðra og haldi þeim lengur, þótt ekki sé nauSsynlegt vegna heilsu sjúklinganna. A. m. k. liggur nærri aS draga þessa ályktun af ósamræm- inu, sem hér kemur fram milli tölu dauðsfalla úr 1>erklaveiki og fjölda sjúkrarúma. Nú teljum við ekki ráðlegt að skera tölu sjúkrarúma skyndilega nið'ur um það, sem við álítum að ofaukið muni vera, því að erfitt eða jafnvel ókleift mundi reynast, að koma slíkri breytingu i kring á einu ári. En við vildum gera tillögur þær, sem hér fara á eftir, sem eru miSaðar við ríf- lega tiltekinn rúmafjölda, sem seinna meir mætti e. t. v. takmarka frek- ar, ef ástæða þykir til. Tillögur okkar eru þessar: 1) Ríkissjóður taki á sig að öllu leyti legukostnað berklaveikra sjúk- linga á berklahælum þeim, sem ríkið rekur og á Landspítala. Berklahæli ríkisins (Vífilsstaðir, Kristnes og Reykjahæli) hafa nú um 230 sjúkrarúm. Ef gert er ráð fyrir að Landspítalinn hafi 25 rúm fyrir berklaveika, verða rúmin alls 255. Legukostnaður yrÖí þá með kr. 4.75 daggjaldi fyrir hvern sjúkling, kr. 435.106 á ári. 2) Ríkið styrki Kópavogshæli og sérstakar berkladeildir á nokkrum sjúkrahúsum landsins, sem ríkiS sjálft rekur ekki. Teljum við hæfilegt. að sá styrkur nemi 2/$ legukosnaðar, eða hæst 2 kr. á dag fyrir hvern sjúk- ling á þessum stöðum. Tala þeirra sjúkrarúma, er ríkið styrkir þannig, fari ekki fram úr 65 alls. Styrkurinn til þeirra yrði þá í hæsta lagi kr. 47.450 á ári. Þá verður tala þeirra sjúkrarúma, er ríkið aunast að nokkuru eða öllu leyti, 320, og ríkisstyrkur samtals um 482.556 kr. á ári, eða lítið eitt minni. því að einstaka sjúklingur borgar fyrir sig. 3) Það, sem á vantar fullan styrk samkvæmt framangreindri tillögu 2), greiðist af viðkomandi sýslu- eSa bæjarfélagi. En til þess, að þeim verSi kleift að standast þann kosnað, leggjum vi6 til að núgildandi 2 kr. nef- skattur til ríkissjóðs verði afnuminn, en sama gjald heimtað í „berkla- varnasjóð" hvers sýslu- og bæiarfélags, til að standa straum af berklakostn- aði sinna sjúklinga. Ætti þetta að verða til þess að sparnaðar yrði frek- ar gætt í kostnaði við berklasjúklinga, þar sem héruðin fá aðhald í fjár- útlátum við það, að kostnaðurinn legst að nokkuru leyti á þau sjálf, en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.