Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 69 slikt aÖhald vantar algerlega, meÖ því fyrirkomulagi sem nú er í þess- um efnum. 4) Ljóslækningar vegna berklaveiki verÖi lagðar til ókeypis af sjúkra- húsum ríkisins, einnig sjúklingum, sem ekki dvelja á spítala, en ekki greitt fyrir þær til annara sjúkrahúsa, frekar en nú á sér stað. 5) Loks vildum við bera fram þá tillögu, að alt að 100.000 kr. verði varið árlega til berklavarna, þ. e. sérstakra ráðstafana til að sporna við útbreiðslu veikinnar. Þessari hlið berklavarnanna hefir fram að þessu verið alt of lítið sint, en það er sá þáttur í berklaveikisbaráttunni, sem búast má við mestum árangri af, enda sú leið, sem flestar menningarþjóðir leggja mesta áherslu á nú á tímum. Fyrir þetta fé ætti m. a. að koma upp sér- stökum hjálparstöðvum, sem veitt gætu fátækum sjúklingum ýmiskonar hjálp og ráð, ennfremur læknum aðstoð til að leita uppi berklasmitbera í sambandi við hvert nýtt tilfelli, sem uppgötvast af berklaveiki. Samkvæmt þessum tillögum okkar yrðu útgjöld ríkissjóðs samtals ca. 580.000 Kr. á ári. Ætti með því móti að vera séð fyrir nægilegum styrk til berklasjúklinga og auk þess séð fyrir útgjöldum við berklavarnastarf- semi, sem nú er lítið sint, en nauðsynlegt er að hafin verði, og ætti að margborga það fé, sem til hennar er varið. Jón Árnason, héraðslæknir, lýsti útbrciðslu og útbreiðsluhœtti berkla- veikinnar í Öxarfjarðarhéraði. Taldi hana hafa byrjað i suðvesturhluta héraðsins um 1865, en 1931 hefði þó nyrsti hluti héraðsins verið að mestu ósmitaður, að þvi er virtist. Gat íleiri landshluta, er hann taldi veikina fátíða i. Taldi hann: 1) að veikin væri fárra áratuga gamall þjóðarsjúkdómur, og að enn ættum við hið versta eftir, með óbreyttu varnarfyrirkomulagi; 2) að veikin ylli óumræðilegu böli og gífurlegum kostnaði, ríki, en þó einkum einstaklingum; 3) að vafasamt væri, hvort gildandi berklavarnalög veittu nokkura vörn. Beinar varnir yrði að auka, en það væri ekki enn að gagni, nema með því að fjölga starfsliði í baráttunni. Héraðslæknum yrði að fjölga í sveitum og kaupstöðum; þeir einir hefðu næga þekkingu og þeir einir gætu fengið yfirlit. I sveitum væru þeir sjálfsagða hjálparstöðin. Milli þeirra yrði að vera öflug samvinna í baráttunni, í leit að smitberum og gæzlu þeirra. Smitberarnir myndu færri en haldið hefði verið. en stórvirkari, enda veik- in næmari og hér á landi líkari bráðri farsótt, en menn hefðu talið. Sagði sögur nokkurra smitbera, þessari skoðun til styrktar. 4) Kvað læknana hafa haft erfiða aðstöðu um margt undanfarið, en þeir yrðu að hafa forgöngu í baráttunni, enda liti allur landslýður til þeirra í því trausti, en þó varla lengur verðskulduðu í þessu efni. Lækn- arnir yrðu að knýja fram þjóðarvilja, með fræðslu og hvatningu. Vist væri, að berklabakteríur skipuðu sér ekki í pólitíska flokka. Þjóðin ætti að standa í einum flokki gegn þeim. Taldi, að ríkisstjórn ætti að skipa nefnd, er gerði tillögur um breytta læknaskipun og berklalöggjöf. Þetta hvorttveggja væri úrelt og þyrfti að breytast frá grunni. Næst því, að þjóð- in héldi sjálfstæði sínu, væru berklavarnirnar mesta nauðsynin. Til þeirra yrði að auka útgjöld og spara aðrar greinar ríkisbúsins. Heildarútgjöld og skuldir ríkisins mætti ekki auka. Þórður Edilonsson: Finst vanta ýmislegt í þær till., sem fyrir liggja

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.