Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1934, Page 9

Læknablaðið - 01.07.1934, Page 9
LÆKN ABLAÐIÐ 7l um er kunnugt um. Fanst réttara, a<5 farið væri fram á meira fé til berkla- varna en nú er, heldur en aÖ skera af því. Próf. Sig. Magn. kvaÖ sig furÖa á, aÖ nú kæmu mótmæli viÖ tillögun- um, þar sem engum mótmælum liefði veriÖ hreyft í fyrra gegn sömu till. — Tilgangslaust væri aÖ halda sjúkl. ár eftir ár i heilsuhælum, þeim sem e. t. v. væru alls ekki meÖferÖarhæfir. Nýja stefnan væri sú, aÖ reyna aÖ finna sjúkl. og einangra þá. Óhugsandi væri aÖ fá Alþingi til aÖ leggja fram meira fé en nú væri gert til berklavarna. Vék því næst nokkrum orÖum að ræðum manna í gær og skýrði till. Próf. Guðm. Hanncss.: Till. nefndarinnar ekki fráleitar. Menn virðast blindir fyrir því, hve hinar nýtísku berklavarnir hafa gefist illa. Dánartala berklaveiki i flestum löndum hefir farið minkandi siðan um síðustu alda- mót, en sýkingartalan ekkert lækkaÖ. Heimskulegt, að ætla sér að einangra alla þá sjúkl. Það einasta sem dugar, eru öflugar hjálparstöðvar. Þyrfti að fá einn mann til aÖ hafa á hendi yfirstjórn berklamála i landinu. Fé- lagið má ekki fara fram á að styrkur sé minkaÖur. Þórður Edilonsson: Viðv. 2. till. nefndarinnar — 65 rúm eru alt of litið. Berklavarnir hljóta að ganga út á að einangra þá, sem smita. 1 3. gr. er horfið aftur á bak, til gamals fyrirkomulags, sem reyndist illa og var því hætt viÖ. Sammála G. H. um að fá berklavarnastjóra. Jón Árnason: Efalaust enginn með því að lækka styrkinn til berkla- varna. Hefi hugsað mér, aÖ starfslið til berklavarnanna þyrfti að auka. Mætti taka nokkuð af jarðræktarstyrk til þess arna. Benti á, að Búnaðar- fél. Isl. fengið 200—250 þús. kr. á ári, sem eytt væri að mestu í „ferða- lög og kjaftæÖi". Nefndi dæmi þessu til sönnunar. Það þarf að vekja þjóðina til umhugsunar um þessi mál, og hún kærir sig ekki um að styrk- urinn sé minkaður. Bar því næst fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn telur gildandi berklavarnalöggjöf ófullnægjandi, og skor- ar því á ríkisstjórnina að skipa milliþinganefnd til þess aÖ gera til- lögur um breytingar á þessari löggjöf. L. í. er fúst til þess aÖ veita slíkri nefnd alla þá aðstoð, er þaÖ getur. Jón Arnason. Helgi Tómasson.“ Svohljóðandi viðaukatill. kom fram frá G. Hanness.: „Fundurinn vill sérstaklega taka þetta fram: 1) að nauðsyn ber til þess, að skipaður sé sérfróÖur berklavarnastjóri, sem sé ráðunaut- ur stjórnarinnar, og gegni hann ekki öðrum störfum; — 2) að berkla- varnastöðin í Rvik sé svo efld og útbúin, að hún geti fullnægt öllum þörfum bæjarins, og forstöðumaður hennar haft fullkomið eftirlit meÖ þerklaveiki í Rvík.“ Próf. Sig. Magnússon:. Hefi ekki trú á þessari nefndarskipun. Þarf ekki að eyðileggja till. berklanefndar, þótt rúmin séu talin of fá. Mætti gjarna hafa töluna hærri. Hefi ekkert á móti, að aðrir fjalli um málið, en það verður aÖeins til að tefja það. Bar því næst fram svohlj. greinar- gerð frá nefndinni (fyrri till. samandregna) : „L. 1. ályktar að leggja til, að þessar breytingar verÖi gerÖar á berklavarnalögunum: 1) að berklaveikir sjúklingar geti fengiÖ ókeypis vist á berklahæl- um og sjúkrahúsdeildum ríkisins; 2) að rikissjóður greiÖi daggjald fyrir 65 sjúklinga árlangt, alt að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.