Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 10
72 LÆKNABLAÐIÐ yi hlutum, eða hæst 2 kr. fyrir hvern legudag á berklahælura eða berkladeildum, sem ekki eru rekin af ríkinu; 3) aö gjald það (2 kr. á mann) sem hverju sýslu- og bæjarfélagi er skylt að greiða í ríkissjóð, greiðist í „berklavarnasjóð" þess, og gefi heilbrigðisstjórnin út reglugerð um notkun og stjórn sjóðsins; 4) að ríkið styrki berklavarnir (fyrir utan sjúkrahússtyrkinn) með 100.000 kr. framlagi á ári." Dr. Halldór Hansen rakti nokkuð starf nefndarinnar og gat þess, að bráðabirgðatillögum hennar hefði verið vel tekið í fyrra. Gerði nánar grein fyrir till. nefndarinnar. Karl Magnússon: Virðist till. nefndarinnar stórt spor aftur á bak. Mint- ist á erfiðleikana við að koraa berklasjúkl. í sjúkrahús. Mótmælti, að sjúkra- rúmum fyrif berklaveika yrði fækkað og dregið úr berklakostnaði. Ingólfur Gíslason: Ættum enga till. að afgreiða nú. Nefndin ætti að halda áfram störfum. Magnús Pctursson bar fram svohlj. rökstudda dagskrá: „Þar sem berklanefndin hefir lýst yfir því, að hún hafi ekki get- að lokið störfuni, þá ályktar fundurinn að fela henni að halda starfi sínu áfram og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Svohljóðandi till. kom frá Jóni Arnasyni og Helga Tömfissyni: „Fundurinn ályktar, að berklanefnd félagsins skuli starfa áfram, sem fastanefnd, milli aðalfunda félagsins, til þess að vera ráðunaut- ur félagsstjórnarinnar í berklaveikisraálum." Dagskrártill. M. P. var feld með 14 atkv. gegn 11. Fyrri tillaga J. Á. og H. T. samþykt. með 16 atkv. gegn 1. Tillögur nefndarinnar korau þar með ekki til atkvæða. Viðaukatill. G. H.: Fyrri liður samþ. með 11 atkv. gegn 6. Síðari lið- ur feldur með 8 atkv. gegn 3. Síðari till. J. Á. og H. T. samþ. raeð 16 atkv. gegn 4. V. mál: Nefndarálit gjaldskrárnefndar. Þórður Edilonsson hafði orð fyrir nefndinni. Benti á ýmsa galla gjakl- skrárinnar, taldi hana loðna og líklegt að læknar myndu heldur vilja hafa hreinar línur. Bar fram svohlj. till. f. h. nefndarinnar: „L. I. viðurkennir, að gjaldskrá héraðslækna sé að sumu leyti bót frá þvi, sem áður var, cn telur hana á hinn bóginn að ýmsu leyti svo ónákvæma og ranga, bæði að formi og gjaldaákvæðuin, að það legg- ur til að hún verði ekki endaulega staðfest, fyr en hún hefir verið rækilega endurskoðuð." Framsm. gat þess, að nefndarraenn væru allir á einu máli um tillög- urnar, en Ólafur Lárusson hefði hallast að því, að miða gjaklskrána við gullkrónur, en ekki hefði það hlotið saraþ. í nefndinni. Till. saraþ. með 16 samhljóða atkv. VI. mál: Löggjöf um fósturcyðingar. Próf. Guðm. Thoroddscn gerði grein fyrir brtt. þeim', sera L. R. hef'ði gert við fóstureyðingarfrv. landlæknis, og túlkaði þær. Forinaður (M. P.) : Tilgangur félagsstjórnarinnar með því, að taka þetta mál á dagskrá, var sá, að vita ura, hvort nokkur raótmæli kæmu frani gegn frv., og til að gera grein fyrir brtt. L. R. Jón Árnason kom raeð till. um að fella seinustu málsgr. r. gr. frv. niður.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.