Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 12
7 4 LÆKNABLAÐIÐ 1. AÖalfundur L. í. ályktar, aÖ stofna nú þegar sjóð til styrlctar þeirn félagslæknum, er leita vilja framhaldsmentunar erlendis. 2. AÖalfundur L. í. ályktar að leggja fram úr félagssjóði kr. 5000.00 i eitt skifti fyrir öll til þessarar sjóðsstofnunar. 3. Aðalfundur L. I. ályktar, að samþykkja skipulagsskrá fyrir sjóð- inn og felur stjórn L. 1. að leita Stjórnarráðs-staðfestingar á henni (sjá frumvarp til skipulagsskrár). 4. Aðalfundur L. í. ályktar, að kjósa stjórn sjóðsins, og felur henni ásamt félagsstjórninni að beita sér fyrir fjáröflun handa honum, einkum með söfnun stofngjalda frá félagsmönnum. Ennfremur að leita áheita, gjafa og legata. 5. Aðalfundur L. I. ályktar, að leggja sjóðnum næsta ár jafnhátt gjald fyrir hvern félagsmann og það leggur Ekknasjóði.“ Frumvarp til Skipulagsskrár fyrir Siglingarsjóð Lœknafélags Islands. 1. gr. Sjóðurinn er stofnaður af L. í. með 5 þúsund króna framlagi úr félagssjóði, og er það óafturkræft meðan sjóðurinn starfar og má það ekki skerða. 2. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagslækna L. í. til að leita sér framhaldsmentunar erlendis. 3. gr. Tekjur sjóðsins eru: 1) Rentur af stofnsjóði, 2) Stofngjald kr. 100.00 frá hverjum félagsmanni, er öðlast vill rétt til styrks, 3) Árlegt framlag úr félagssjóði miðað við hvern hluttækan félagsmann og er það ákveðið á aðalfundi L. I. ár hvert. Enn fremur önnur tillög lækna eða ann- ara, gjafir, áheit og aðrar tekjur er sjóðnum kunna að berast. Einnig get- ur stjórn sjóðsins tekið til gevmslu og ávaxtað sjóði (legöt) er ánafnaðir kunna að verða í þessu skyni og úthlutað rentum af því fé eftir settum reglum. 4. gr. Styrk úr sjóðnum geta allir félagslæknar L. I. fengið eftir nán- ari reglum með því skilyrði að viðkomandi hafi verið 4 ár í félaginu, sé skuldlaus við það og hafi greitt stofngjald kr. 100.00 til sjóðsins, sbr. 3. gr. Ekki skal veita neinum minna en sem svarar farbréfi til nálægra landa fram og aftur og ekki úthluta meira af tekjum sjóðsins árlega en sem svarar hluta þeirra. fi teknanna legst við höfuðstól sjóðsins. 5. gr. Stjórn sjóðsins skipa 3 félagslæknar, kosnir á aðalfundi. Skal einn þeirra vera úr hópi héraðslækna, annar praktiserandi læknir og sá þriðji sérlæknir. Stjórnin skal kosin á aðalfundi L. I. til þriggja ára i senn, en þó svo, að einn fer úr stjórninni ár hvert, fyrstu árin eftir hlutkesti, er stjórn L. I. lætur fram fara á aðalfundi, en síðan sá, er lengst hefir verið í stjórn. Stjórnanda má endurkjósa. Stjórnin vinnur endurgjaldslaust, en nauðsynleg útgjöld greiðir hún af sjóðstekjum. 6. gr. Stjórnin skal i janúarmánuði ár hvert gera ársreikning sjóðs- ins, miðaðan við 1. janúar og auglýsa styrk til umsóknar í Lbl. Skal um- sóknarfrestur vera til marsloka og veiting fara fram strax á eftir. Skal fyrst um sinn, meðan sjóðurinn er smár. miða að því að láta styrkirin jafna aðstöðumun ísl. lækna við lækna nágrannalandanna i að leita sér fram- haldsmentunar og veita fleirum sem svarar ferðum fram og aftur. Að öðru leyti fer hún eftir efnum og ástæðum. Reikninga sjóðsins, ásamt fylgi- skjölum skal stjórnin strax eftir úthlutun senda stjórn L. I., sem lætur end-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.