Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1934, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.07.1934, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 75 urskoða hann fyrir aðalfund og leita þar samþykkis hans. Ekki skal greiÖa styrkþega styrkinn fyr en hann leggur af stað í siglinguna. Heimilt er stjórn sjóðsins a8 binda styrkinn að einhverju leyti við ákveð- ið eimskipafélag, ef hún fær þar til muna betri kjör og styrkþega kemur ekki bagalega. Stjórn sjóðsins er sömuleiðis heimilt að úthluta á öðrum tímum og án umsókna, ef alveg sérstakar ástæður eru fyrir hendi. 7- gr. Stofnfé skal varðveita i vel trygðum verðbréfum. Handbært fé skal setja á vöxtu í sparisjóði jafnharðan og til fellur. 8. gr. Skipulagi þessu má breyta eftir 2 umræður á aðalfundi L. 1., enda sé breytingarinnar getið í fundarboðinu. Breytingin nær gildi, sé hún sam- þykt með % greiddra atkvæða, að fengnu áliti sjóðsstjórnarinnar. 9. gr. Hætti sjóðurinn störfum, tekur aðalfundur L. í. ákvarðanir um eignir hans. M. Júl. Magnús: G. E á þakkir skilið, fyrir að hafa komið máli þessu af stað. Miðar óbeinlinis að því, að halda fél. saman. En menn verða að gera sér ljóst, að annaðhvort verður ársgjaldið að hækka eða framlög til þessa sjóðs og Ekknasjóðs að lækka. Vorkenni læknum ekki að horga 100 kr. á ári, og auðvelt að borga 75 kr., sem mundu nægja. Ánægður með nafnið, ætti að vera ,,utanfarasjóður“. Brtill. við frv. — 1. gr. hljóði svo: „Sjóðurinn er stofnaður af L. í. með 5 þús. kr. framlagi úr fé- lagssjóði, sem er óafturkræft meðan sjóðurinn starfar. Ennfremur með 100 kr. framlagi frá hverjum félagsmanni, er öðlast vill rétt til styrks. — Þenna stofnsjóð má ekki skerða.“ 6. gr. 3. mgr. orðist svo: „Fyrst um sinn meðan sjóðurinn er lítilL, skulu veitingar fyrst og fremst miða að því, að bæta erfiðleika isL lækna til þess að leita sér framhaldsmentunar og veita heldur fleirum, sem svarar ferðakostnaði til annara landa fram og aftur. Að öðru leyti skuli verðleikar, efni og ástæður teknar til greina, en styrkurinn þó ganga sem jafnast yfir.“ Síðar í sömu grein: .......... lætur endurskoða hann og leggur hann fyrir næsta aðal- fund til samþyktar.“ Próf. G. H.: Er þessu máli mótfallinn, þó tilgangur tillögumanns sé virð- ingarverður. Árgjald okkar er hærra en í nágrannalöndunum. Utilokað að sá sjóður, sem við eigum, geri neitt, ef sjóður félagsins er skertur svo mjög. Ekki ómögulegt, að fá megi þingið til að veita fé aftur til utanfara lækna. Væri fylgjandi að taka ekki ákvörðun um þetta strax, heldur biða a. m. k. þar til sjóður fél. væri orðinn a. m. k. 10.000 kr. G. Einj Andmælti G. H. Menn sjá nú ekki til hvers þeir borga árgjöld. Útlendu félögin eru gömul og sterk. Hefi litla trú á, að mikils sé að vænta af þinginu. Höfum ekki eins og stendur leyfi til Jiess að breyta sjóði fé- lagsins í verðbréf. Ing. Gíslason: Erum of fáir til þess að ráðstafa sjóði félagsins. Yil heldur draga það á langinn. Verður og erfiðara að sækja til þingsins, eftir að sjóðurinn hefir verið stofnaður. Væri og óheppilegt að festa alt fé félagsins, ef erfiðleikar kynnu að steðja að. Lagði fram svohlj. till.;

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.