Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1934, Side 15

Læknablaðið - 01.07.1934, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 77 sé í byrjun staðbundinn sjúkdómur, hvernig svo sem aethiologi hans er annars varið. Það er reynsla fyrir því, að krabbamein, sem fljótt kem- ur til skurðlækningar, svo hægt sé að nema það burtu, tekur sig ekki upp aftur í mörgum tilfellum og jafnvel þótt metastases séu- komnar í næstu eitla, þá tekst oft að komast fyrir meinið. Stundum kemur þó recidiv í örið, jafnvel eftir langan tírna, hvort sem svo stendur á, að dispositio til krabbameins sé ]>arna á staðnuin, cða einhverjar krabbameinsfrumur liafi orðið eftir í umhverfinu eða komist í sárið og náð sér þar niðri, er fram liðu stundir. Þetta hefir orðið til ]>ess, að menn vilja reyna sem mest að taka meinið burtu í heilu lagi og lielst í sambandi við nærliggj- andi eitla, án þess að opna þær sogæðar, sem á milli liggja. Á seinni árum hafa menn reynt að verja sárið sýkingu með því að brenna meinið burtu og umhverfi þess með diathermihníf. Við diathermi- skurðinn lokast allar æðar af brunaskorpu, sem er fárra millimetra þykk. I fyrstu var þessi diathermi mestmegnis notuð við útvortis krabbamein og sárin siðan látin gróa per secundam, án þess að saumað væri, en nú eru menn farnir að sauma sárin svo, að þau geti gróið per primam. Þessi aðferð hefir rutt sér töluvert til rúms seinustu árin, sérstaklega til þess að skera sundur maga og garnir, þar sem líka verður gróði að því að loka fyrir æðar. Þá hefir hún verið notuð mikið við útvortis krabbamein og krabbamein í munni og þótt gefast vel. Að öðru leyti hafa skurðlækningar við krabbameinum lítið breyst á seinni árum, nema eftir því sem skurðlækningum er altaf að fara fram með ári hverju, og auðvitað eins skurðlækningum við krabbameinum, svo að nú eru menn farnir að verða áræðnari við ýms krabbamein, t. d. jafn- vel farnir að ráðast á cancer oesophagi og c. pulmonis með skurði, þó að enn sé þar vonlítið um árangur. Þá eru takmörkin milli aðgerða við krabbameinum með skurði og geisl- unum að skýrast, svo að nú er það ekki eins og áður, að til geislanna séu aðeins valin þau krabbamein, sem eru ekki skurðtæk, og þvi vonlítil til lækninga. En eg skal ekki fara út í þá sálma hér, vegna þess, að það at- riði er öðrum ætlað, dr. Gunnl. Claessen. Það sem oss læknum ríður mest á við lækningu krabbameins, er að vita það og trúa þvi, meðan hægt er, að krabbamein sé ekki ólæknandi sjúkdómur, og koma þeim skilningi inn hjá öllum almenningi, að syo sé. Þá væri mikið unnið, því að þá færi svo, að krabbameinið misti mikið af þeim ógnum, sem við það eru bundnar. Þá þyrfti ekki eins að fara í kring- um það við sjúklingana, eins og köttur í kringum heitan graut, og hægt væri að fá sjúklingana til aðgerðanna án þess að vekja hjá þeim cancro- phobi, sem oft er varla betri andlegur sjúkdómur en krabbameinið er líkamanum. Það, sem fróðlegast væri að athuga fyrir okkur er, hvernig ástandið er hjá okkur hér á Islandi; hvort krabbameinslækningar cru hér svo, að viðunandi sé. Eg hefi áður, í erindi, sem eg flutti í L. R. árið ...., og prentuð er í Læknablaðinu .............. gefið vfirlit yfir þá krabba- meinssjúklinga, sem eg hafði haft til meðferðar þá, um nokkur undan- farin ár. Eins og menn kannske muna, þá var árangurinn ekki glæsileg- ur og, að því er eg held, mest vegna þess, hve sjúklingarnir komu seint til lækninga.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.