Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 16
78 LÆKNABLAÐIÐ Ætla mætti, að töluverðan fróðleik mætti fá um krabbameinslækning- ar og árangur þeirra úr Heilbrigðisskýrslunum, með því að bera saman tölu þeirra, sem dáið hafa úr krabbameini hér á landi og tölu hinna allra, sem krabbamein -hafa fundist hjá. En það er ekki því að heilsa, að mikið græðist á því að athuga þessar skýrslur, því að stundum er það jafnvel svo, að fleiri virðast hafa dáið úr krabbameini það og það árið en þeir, sem sýkst hafa. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt, því að vitanlegt er, að margir læknast þó, og er eingöngu um að kenna lélegu framtali læknanna í skýrslunum, að svona fjarstæða er skjalfest. Óskandi væri, að skýrslurnar færu batnandi, svo að eitthvað yrði á þeim að byggja, þvi að annars fáum við aldrei neitt ábyggilegt að vita um það, hvernig krabba- mein hagar sér hér á landi, hve margir sýkjast og hvernig. því að annara skýrslna er varla að vænta um þetta, en skýrslna héraðslæknanna, nema frá einstaka stærstu sjúkrahúsunum. Töluverður hluti þeirra, sem lækn- ingu fá utan sjúkrahúsanna eða á litlu sjúkraskýlunum, hverfa að miklu leyti i djúp gleymskunnar og verða aldrei taldir með. Sennilega verður svo hér, eins og víðasthvar annarsstaðar erlendis, að mestar og bestar upplýsingar um það. hvernig krabbameinið hagar sér hér á landi, fáum við frá stærstu sjúkrahúsunum, og verðum svo af þeim að draga ályktanir um það, hvað ágengt verður í baráttunni. En til þess að nokkuð verði á slíkum upplýsingum byggjandi, þá verða spítalalækn- arnir fyrst og fremst að vanda sem mest til sjúkdómsgreiningarinnar, Hvar sem því verður við komið, þarf að gera vefjafræðilegar rannsókn- ir, jafnvel þótt enginn vafi virðist vera á greiningunni af ytra útliti, og umfram alt þarf að gera krufningu á hverju líki þeirra, sem á spítölun- um deyja, til þess að komast fyrir dánarorsakir þeirra, sem deyja, og komast fyrir leynda sjúkdóma þeirra, jafnvel þótt ekki séu dánarorsakir. T. d. dó fyrir skömmu gamall maður á Landsspítalanum úr septiskum endocarditis, en sem aukagetu hafði hann stóran cancer ventriculi, sem enginn vissi um, enda var hann aðeins nokkra daga á spítalanum, og mjög þungt haldinn. En það er ekki nóg að vanda til sjúkdómsgreiningar á lifandi og dauð- um; það þarf líka að fylgjast með þeim, sem fara lifandi úr sjúkrahús- unum eftir krabbameinslækningu eða með meinið að engu bætt, eða að- eins að nokkru leyti. Slíkt verður ekki gert nema með mikilli fyrirhöfn læknanna, sem við spítalann vinna og aðstoð læknanna utan spítalans, sem við sjúklingunum taka. Víða erlendis er það svo, að spítaladeildimar fylgjast nákvæmlega með útskrifuðum krabbameinssjúklingum, bæði til þess að sjá sem best árangur starfsins og líka sjúklinganna vegna, til þess að reyna, í tæka tíð, að uppgötva recidiv og metastases, og ef til vill að gera við þeim, ef hægt er. Til þessa starfs eru hjúkrunarkonur mikið not- aðar og með góðum árangri. En ef hér ætti að taka upp þessa starfstil- högun, \>á. ]iyrftu starfsskilyrði lækna og hjúkrunarkvenna að vera tölu- vert betri en ennþá eru hér á spítölum. A Landsspítalanum höfum við enn ekki fylgst svo með afdrifum krabba- meinssjúklinga okkar eins og vera bæri, og því er ekki hægt að gefa hér neina skýrslu um árangur lækninganna, enn sem komið er, og sizt á svo skömmum fresti, sem gefinn hefir verið til þessa erindis, enda ekki tími til þess kominn ennþá, að gefa yfirlit yfir krabbameinslækningar þar,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.