Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1934, Page 17

Læknablaðið - 01.07.1934, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 79 eftir aÖeins //> árs starf. AÖur var það svo, aÖ 3 ára tirni þótti nægi- legur til þess að sjá fyrir afdrif krabbameinssjúklinga, og vist er um þaÖ, að mikill meirihluti þeirra, sem meinið tekur sig upp í aftur, fá það á fyrstu árunum eftir aðgerðina, en menn hafa komist að því, að 5 ára bil þurfi til þess, að sj úklingurinn geti verið nokkurn veginn öruggur um fullan árangur lækningarinnar. Því er skiljanlegt, að fyrir Landsspítalann er þessi spurning varla tímabær ennþá. En það er önnur spurning, sem vert er að athuga, spurning, sem mjög kemur við sjúklingunuin og læknunum lika. Hún er um það, hve fljótt sjúklingar hér á landi með krabbamein leita læknis, og að hve miklu haldi þeim kemur að leita læknis, það er að segja. hvort læknarnir greina fljótt sjúkdóminn og senda sjúklinginn þangað, sem helst er aðgerð að fá. Krabbameinið er erfitt viðfangs að mörgu leyti, en þó sérstaklega vegna þess, hve einkennin eru oft lítil og óglögg i byrjun, og þrautir og verkir koma oft og einatt ekki fyr en orðið er um seinan að gera við meinin svo að gagni verði. Þess vegna er greiningin erfið, og þess vegna leita sjúklingarnir seint læknis. En læknarnir bera hér ábyrgð á meiru en grein- ingunni einni saman og aðgerðinni; þeir bera líka ábyrgð á þvi, hve fljótt sjúklingarnir koma til læknis, því að varla er von á því, að sjúklingarnir komi sjálfkrafa, nema þeir hafi einhvern grun um, að alvara sé á ferð- um. Þetta gerist ekki nema með skýringum og upplýsandi starfi lækn- anna fyrir alþýðu manna. Landsspitalinn hefir nú starfað í 3/ ár, og ætti þvi að geta gefið nokk- urt svar við þessum spurningum. Þó er mjög erfitt að segja um það, hvað er sjúklingunum sjálfum að kenna og hvað læknunum um það, hve seint þeir koma á spítalann, enda skal eg ekki gera tilraun til þess. Þó þori eg að segja, að oftar mun það vera svo, að sjúklingarnir komi of seint til læknis, en hitt, að þeir leiti læknis í tíma, en hann sendi þá ekki á spítala til aðgerða fyr en um seinan. Eg hefi nú athugað sjúkrasögur þeirra krabbameinssjúklinga, sem kom- ið hafa á handlækningadeild Landsspítalans til þessa. Þeir eru 96, og eru alt carcinomata, en sarcomata hefi eg látið eiga sig. Það er eftirtektar- vert, að þess er getið í sjúkrasögunum, að 18 þessara sjúklinga, eða 18,75%, áttu nákomin skyldmenni, sem haft höfðu krabbamein, og sumir fleiri en eitt. Þó er eg ekki viss um það, og þykir jafnvel ósennilegt, að allir hafi sjúklingarnir verið spurðir að þessu, enda þarf að fara varlega við þær eftirgrenslanir. Af þessum 96 krabbameinum voru 36, eða 37-5% skurðtæk, þó að þar með sé ekki sagt, að hægt hafi verið að komast fyrir meinin, enda hefir það komið á daginn hjá sumum, að það var ekki, þó að svo virtist í fyrstu, og sumir hafa ekki þolað aðgerðina. Þá eru eftir 60 eða 62.5%, sem voru ekki skurðtæk, en þar af voru 10, sem sátu á þeim stöðum, að ekki hefði tekist að nema þau burtu, þó að fyr hefðu komið. Eg á þarna við krabba- mein í oesophagus, pancreas og víðar. Töluverður munur er á þvi, hvort krabbameinið er skurðtækt eða ekki efir því, hvar það er, t. d. eru sjúklingar með útvortis krabbamein miklu betur farnir en hinir, sem fá þau i innýfli. Að jafnaði taka sjúklingar fyr eftir útvortismeinum en hinum, sem ógleggri einkennum valda, þó að mikið vilji á bresta, að þeir leiti sér lækninga í tæka tíð. T. d. eru 3

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.