Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 81 muni. Eg held varla, a'S viÖ á Landspítalanum niunum miklu ragari til róttækra aðgerða en gengur og gerist annarssaðar. En það, sem veldur, er hve sjúklingarnir koma seint til spítalans. Miklu mun h'ér um valda, að töluvert af sjúklingunum er sveitafólk, sem margt á erfiða læknissókn og leitar þvi ekki læknis fyr en í fulla hnefana. Hvað greiningu sjúk- dóma snertir, þá er henni auðvitað að mörgu leyti ábótavant, ekki af því að læknar vorir séu ver að sér eða áhugaminni en erlendis, en viðast hvar er miklum vandkvæðum bundið að skoða sjúklingana svo vel sé, og horft i kostnað við að senda sjúklinga langar leiðir og dýrar til frekari rann- sókna, ef ekki eru því ákveðnavi einkenni um alvarlega sjúkdóma. Eg vil benda hér á eina rannsóknaraðferð, sem er einföld en gefur oft mikils- verðar bendingar, en það er blóðsökksákv'órðun. Það, sem mest virðist skorta hér á landi er, að benda almenningi á krabbameinshættuna og benda um leið á það, að krabbamein er ekki ólækn- andi sjúkdómur, sé aðeins nógu snemma komið til aðgerða. Víða erlendis er hafin barátta gegn krabbameininu, ekki eingöngu hvað snertir rann- sóknir og aðgerðir, heldur líka til þess að vekja allan almenning til þess að vera á verði gegn sjúkdómnum. Islenskir læknar hafa allt of lítið gert til þess að benda á hættuna, og þvi eiga þeir nokkra sök í þessu ntáli. Eðlilegast væri, aö' heilbrigðisstjórnin beitti sér fyrir þessari baráttu, og væri ekki úr vegi að Læknafélag íslands sendi henni áskoruu um að hefjast sem fyrst handa og héti henni til þess liðsinni sinu. Geislalækningar við krabbameini. Eftir dr. med. G. Claessen. Agrip af erindi flutt á Læknaþingi 2. júlí 1934. Röntgengeislar voru upphaflega notaSir eingöngu í diagnostisku skyni. Fn þaS leiS ekki á löngit, á'Sur en geislalæknarnir komust aS raun um, að röntgengeislarnir hafi mikil áhrif á mannlegt hold; og þeir urðu þess varir me'ö óþægilegu móti, sem sé þannig, a'S læknarnir urðu sjálfir fyrir hörundsskemdum í starfi sínu. Þar meS var vísuS leiS til þess aS nota geislana til áhrifa á pathologiskt hold. — Seinna kom svo radíum til sög- unnar. — Krabbamein í hörundinu, var eitt af því fyrsta, sem geislamir reyndust vel viS. ÞaS er einkennilegur paradox, aS röntgen- og radíum- geislar hafa valdi'8 krabbanteini í hörundi margra geislalækna, en geta þó læknaS þessa meinsemd hjá sjúklingum, ef rétt er á haldiS. Geislarnir hafa siðar veri'ð nota'ðir við kral)l)amein víða í líkamanum; sumstaöar meS miklum, en annarsstaSar meS ófullkomnum árangri. Og aðferSir geislalæknanna hafa veriS, og eru, margvíslegar. Sem dæmi þess má nefna, aS um eitt skei'S hugSu þýskir læknar aS vinna mætti á mörg- um meinsemdum meS sem sterkustum geislum á stuttum tíma („Kreuz- feuer"). En nú álíta aSrir, aS geislarnir vinni betur me'S því a'S skifta geisluninni niSur á lengri tima. Fram á síSari ár hefir veriS taliS gagns-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.