Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1934, Side 19

Læknablaðið - 01.07.1934, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 81 muni. Eg held varla, aÖ við á Landspitalanum munutn miklu ragari tii róttækra aðgerða en gengur og gerist annarssaðar. En það, sem veldur, er hve sjúklingarnir kotna seint til spítalans. Miklu mun hér um valda, að töluvert af sjúklingunum er sveitafólk, sem margt á erfiða læknissókn og leitar því ekki læknis fyr en í fulla hnefana. Hvað greiningu sjúk- dóma suertir, þá er henni auðvitað að mörgu leyti ábótavant, ekki af því að læknar vorir séu ver að sér eða áhugaminni en erlendis, en víðast hvar er miklum vandkvæðum bundið að skoða sjúklingana svo vel sé, og horft i kostnað við að senda sjúklinga langar leiðir og dýrar til frekari rann- sókna, ef ekki eru þvi ákveðnari einkenni um alvarlega sjúkdónta. Eg vil benda hér á eina rannsóknaraðferð, sem er einföld en gefur oft mikils- verðar bendingar, en það er blóðsökksákvörðun. Það, sent rnest virðist skorta hér á landi er, að benda almenningi á krabbameinshættuna og benda um leið á það, að krabbamein er ekki ólækn- andi sjúkdóntur, sé aðeins nógu snemma komið til aðgerða. Yiða erlendis er hafin barátta gegn krabbameininu, ekki eingöngu hvað snertir rann- sóknir og aðgerðir, heldur líka til þess að vekja allan almenning til þess að vera á verði gegn sjúkdómnum. íslenskir læknar hafa allt of lítið gert til þess að benda á hættuna, og því eiga þeir nokkra sök í þessu máli. Eðlilegast væri, að heilbrigðisstjórnin beitti sér fyrir þessari baráttu, og væri ekki úr vegi að Læknafélag íslands sendi henni áskorun um að hefjast sem fyrst handa og héti henni til þess liðsinni sínu. Geislalækningar viö krabbameini. Eftir dr. med. G. Claessen. Agrip af erindi flutt á Læknaþingi 2. júlí 1934. Röntgengeislar voru upphaflega notaðir eingöngu í diagnostisku skyni. Fn það leið ekki á löngu, áður en geislalæknarnir komust að raun um, að röntgengeislarnir hafi mikil áhrif á mannlegt hold; og þeir urðu ]æss varir með óþægilegu móti, sem sé þannig, aö læknarnir urðu sjálfir fyrir hörundsskemdum í starfi sínu. Þar með var vísuð leið til þess að nota geislana til áhrifa á pathologiskt hold. — Seinna kom svo radíum til sög- unnar. — Krabbamein í hörundinu, var eitt af því fyrsta, sem geislamir reyndust vel viö. Það er einkennilegur paradox, að röntgen- og radíum- geislar hafa valdið krabbameini i hörundi margra geislalækna, en geta þó læknað þessa meinsemd hjá sjúklingum, ef rétt er á haldið. Geislarnir hafa síðar verið notaðir við krabbamein viða í líkamanum; sutnstaöar með miklum, en annarsstaðar með ófullkomnum árangri. Og aðferðir geislalæknanna hafa verið, og eru, margvíslegar. Sem dæmi þess má nefna, að um eitt skeið hugðu þýskir læknar að vinna mætti á mörg- um meinsemdum með sem sterkustum geislum á stuttum tíma („Kreuz- feuer“). En nú álita aðrir, aö geislarnir vinni betur með því að skifta geisluninni niður á lengri tíma. Fram á síöari ár hefir veriö taliS gagns-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.