Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 20
82 LÆKNABLAÐIÐ laust aS geisla cancer í maganum. En upp á síSkastiS hefir tekist aS vinna sumum sjúkl. meS þenna sjúkdóm talsvert palliativt gagn. OrSiS radiotherapie er nú notaS um geislalækning yfirleitt. og nær yfir röntgen-, radíum- og ljóslækningar. Sem dæmi um mein, sem læknast af röntgen eSa radíum, má nefna cancer uteri. Þeir kannast viS þaS skurölæknarnir hérna í Reykjavík, að cancer sem hefir etiS upp mestalla portio vaginalis uteri, getur stundum gróiS til fullnustu. Hver er leyndardómurinn ? Hefir krabhamein í leginu sérstöðu fram yfir mein í öðrum líffærum? Sennilega ekki. En orsökina er líklega aS finna í því, aS cancer á þessum staS fær margfalt meiri geisla á sig, en hægt er aS koma viS víSa annarsstaSar. Maeling á geisla-dosis hefir fram á síöustu ár veriS einn erfiSasti kapí- tulinn í allri radiotherapi. Læknarnir hafa notaS fysiskar aSferðir, og mælt geislamagniS meS athugun á þeim litarbreytingum, sem geislarnir valda á sumum efnum (colorimetri) ; en nú orSiS er aSalatriSiS í mæl- ingunum aS miSa geisla-dosis viS áhrif geislanna á ionisation loftsins, og verSur þaS ekki rakiS nánar hér. Hin leiSin er aS mæla geislaskamtinn biologiskt, og miSa viS þaS geislamagn, sem þarf til aS framkalla erythem á skinninu. Á geislalækna-máli er þetta nefnt H E D, þ. e. a. s. „hú'Ö- erythem-dosis", og voru geislalæknarnir löngum deigir viS aS bjóSa hör- undinu meiri geisla í einu. Þetta er ekki furSa, þegar tekiS er tillit til hinna hroðalegu röntgen- og radium-sára, sem voru ekki svo fáséð á fyrri árum, bæöi á læknum og sjúklingum. En meS svonefndri „filtration", þ. e. a. s. meS því aS láta geislana ganga gegnum kopar- eSa zinkplötur, áSur en þeir komast aS hörund- inu, hefir nú tekist aS bjóða skinninu margfaldan „húS-erythem-dosis", aS ósekju. Legkrabbinn, sem minst var á, fær sennilega 6—8 sinnum þessa dosis-einingu, og þar er þá falin skýringin á því, að sárið grær á portio vaginalis. En þa'ð sem vantar er, að radíum það, sem lagt er inii í legiS, nái til parametria. Vitanlega hafa vísindamennirnir reynt að gera sér ljóst, hve mikill væri „drápsdosis" geislanna á krabbamein. Málið er tiltölulega einfalt, og próf- unin gerS meS því, aS geisla meS radium eSa röntgen krabbameinshold, sem haldið er á lífi í næringarvökva in yitro, utan líkamans. Þetta hold nær ekki aS festa rætur og vaxa áfram eftir „implantation", ef þaS er geislaS meS 6 H E D, þ. e. a. s. meS 6 sinnum meiri geislum, en þarf til þess að valda roða á hörundinu. Þetta kemur einmitt heim við þann radíum-dosis, sem notaður er til a'ð græða með cancer-sár á leginu. ÞaS er mikils virSi, aS vera búinn aS fá hugmynd um hvaS þurfi sterka geisla til þess aS vinna á cancer. En geislalæknarnir eru í vandræSum með að veita þessum miklu geislum að innvortis meinsemdum, sem ekki ver'ður komist að, nema me'ð því að geisla gegnum hörund og önnur líffæri. ÞaS er ýmislegt, sem bendir á, aS franski geislalæknirinn dr. H. Coutard, viS Curie-stofnunina í París, sé aS vísa leiS fram úr erfiSleikunum. Þeim ber margt á milli Frökkum og ÞjóSverjum, ekki eingöngu á stjórnmála- sviSinu, heldur líka í geislalækningunum. Þessi franski læknir fer sínar eigin götur, og hefir sýnt fram á, aS sama geislamagn verkar öSruvísi, og meir, á meinsemdina, ef geislunartíminn er hafSur langur („protra- heruS" geislun), heldur en ef sami dosis er viShafSur meS miklum krafti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.