Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 85 mein. En þó aðeins hafi verið tæpt á því helsta, sést ljóslega, aö geisla- læknamir eru vel vakandi viS krabbameinslækningarnar, og vænta sér mikilla umbóta á þessu sviði, á næstu árum. Visindagreinin er ekki nema rúmlega 30 ára gömul, og það er stuttur tími í sögu vísindanna. En ef dæma má af því, sem þegar hefir áunnist, ætti að mega vænta sér mikils í framtíðinni. (Með fyrirlestrinum voru sýndar skuggamyndir af nokkrum sjúkl. mc'S cancer cutis, sem læknast höföu með röntgen eða radíum). Færanleg Rönígentæki eftir ÓL Ó. l.árusson, Yestmannaeyjum. Um áramótin 1932—'33 fékk eg mér færanleg Röntgentæki, Coolinax II, frá Sanitasverksmiðjunni í Berlin. Þau kostuðu þá með nauðsynleg- um áhöldum til myndatöku og gegnlýsinga, um 2500 G.M. í Berlin. Þar við bætist svo umbúnaíSur, burðargjald, tollur o. fl. Bræðurnir Ormsson í Reykjavík eru umboðsmenn Sanitasverksmiðjunnar hér á landi. Reynsla mín af tækjunum er í stuttu máli þessi: Þau eru góð vi'ð allskyns gegnlýsingu útlima, og ennfremur hafa þau reynst mér ágætlega við gegnlýsingar á brjósti, sérstaklega á þeim, sem ekki eru mjög feitlagnir. Þó ber vel a'ð gæta þess, að rafspenna sé eins há og vera ber, og hefi eg Voltamælir, og geri rafstö'Öinni hér aðvart, ef ávantar í hvert sinn. Vitaskuld ver'ða augun að venjast dimmu á'ður. Einn höfuðkostur þessara tækja við gegnlýsingar og myndatöku er sá, að þau eru háspennu-trygg, svo að hægt er að hafa þau eins nærri og manni sýn- ist. Annar kostur er sá, að við gegíilýsingar er hægt að nota þau í björtu herbergi, með öðrum orðum: Þau þurfa ekki a'ð vera í „dimmu herbergi", vegna þess, að dimma skotið fæst með svo nefndu ,,Kryptoscop", þ. e. Gegn- lýsingarskermurinn er festur á ferstrendan, sundurdreginn belg og fellur endi hans, þegar hann er sundurdreginn, a'ð augum og nefi, og kolníða- myrkur innan í áður en geislað er. I,ampann má færa upp og niður eítir vild og snúa honum. Það er ekki í stuttu máli hægt að lýsa þægindum færanlegra Röntgentækja. Þau má nota á aðgerðastofum og við rúniliggj- andi sjúklinga. Þegar beinbrot eru gegnlýst og löguð í gegnlýsingu og bundið um, er naut5synlegt a'ð gegnlýsa, þegar búið er a'ð binda um, t. d. gipsa, eins til a'ð kontrollera brot, sem teigja er notuð við. Séu Röntgentæki t. d. föst á kjallarahæð, er sjúklingurinn gegnlýstur þar, síðan þarf að fara með hann upp á at5gerðastofu, svæfa hann og gipsa og svo aftur niður þegar umbúðirnar eru hálfblautar og gegnlýsa hann þar, eða bíða til næsta dags eða næstu daga. I þessu ferðaíagi vilja brot oft fara úr lagi, og hliðra menn sér hjá nauðsynlegum rannsóknum, af þess- um sökum. Við útlimamyndun hafa tækin reynst mér mesti þarfagripur. Myndir bæ'ði skarpar og glöggar. Eg get ekki hugsað mér að missa af þeim meðan ég fæst við læknisstörf. Mér fyndist það svipað og að missa til muna sjón, en þá get eg eigi við læknisstörf fengist, ef óbætanlegt er. Ef til vill mun

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.