Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1934, Page 24

Læknablaðið - 01.07.1934, Page 24
86 LÆKNABLAÐIÐ nú ýmsum detta i hug, aÖ ég sé að hefja tækin til skýjanna, og áliti þau „hin hestu í heimi“; ekki er ]>að nú svo, ég hefi forÖast alla framhleypni og alt grohl) og auglýsingnskrum í sanihandi viÖ þau. Þessum tækjum eru sett takmörk, sem ekki má fara út yfir, og vik eg nú aÖ þeim. Eg hefi nokkurum sinnum gegnlýst maga, til ]>ess aÖ prófa þau, og hefi eg einnig gert ]>að meÖ tækjum sjúkrahúss bæjarins, sem eru helmingi dýrari, en þar tel eg mig illa dómbæran á breytingar, en eg tel víst, að Röntgensér- fræðingur gæti þó haft þar af mikil not. Það er ekki á færi okkar almennu læknanna, meira að segja þó að nokkra þekkingu hafi til brunns að bera, eftir stutt námskeið á Röntgendeildum, svo i lagi sé, að sjá sjúkdómsbreyt- ingar i tnaga og því síður i öðrum innýflum kviðarhols. Þarf ég ekki að skýra ])etta nánar. Læknarnir ])urfa að ])ekkja sin takmörk. Röntgensér- fræðingar eiga að liafa þessar rannsóknir með höndum. Eg álit rangt af læknum, sem litla reynslu eða enga hafa á maga-chir., að gera resectiones á maga, ])ar sem næst til sérfræðings, þó ég hins vegar álíti jafn nauðsyn- legt, að þeir geti saumað yfir perforer. magasár, 1)jargað mannslifi, þegar þess gerist þörf. Eg ætla sérfræðingum sitt á hverju sviði, að svo miklu leyti sem hjálp þeirra er fáanleg, en þar með kem eg að merg málsins. Færanleg Röntgentæki eru yfirleitt fullnægjandi, eins og nú háttar til þekk- ingu lækna hér á landi, utan Reykjavikur. Þau eru ómetanleg við gegn- lýsingar á hrjósti og útlimum. Myndir útlima eins skýrar og greinilegar og með stærri tækjum. Á hinn bóginn ætlast eg til að á næstu árum komi Röntgenlæknir 5 hvern Jandsfjórðung, og með þeim hetri og stærri tæki, sem jafnframt mætti nota til lækninga. AÖ sjálfsögðu mun fyrsti Röntgen- sérfræðingurinn setjast að á Akureyri. og hafa fjórðunginn undir. Þetta mun verða innan fárra ára og siðan koma þeir i hina fjórðungana, eftir þvi sem þeim fjölgar. En ])að er alls ekki nóg. að Röntgensérfræðíngur komi i hvern landsfjórðung. ])ó að það sé mikilsvert fyrir landslýð. Það, sem mestu máli skiftir, er að færanleg Röntgentæki séu til i hverju héraði þessa lands, sem hefir i ])úsund íbúa og þar yfir. og vitaskukl í höndum héraðslækna við sjúkraskýlin og læknisbústaðina. Vegna berklaveiki héraða og slysa o. fl. er þetta i rauninni allsendis óumflýjanlegt. En mun þetta verða kleift nú á þessum krepputimum? Eg tel það kleift á næstu io—15 árum, þó eg hins vegar hiki hálfvegis við að orða svona inörg ár nú. þeg- ar alt er reiknað með fjögra ára áætlun. Allir læknar verða að vera bjartsýnir á vöxt og gróður. Rikissjóður á að styrkja héruðin til kaupanna að hálfu leyti. eins og hann hefir styrkt bæjarsjúkrahús til slikra kaupa, en héruðin sjái um hinn helminginn. Eg tel vafalaust, að þetta komist í framkvæmd áður en varir. Eg vænti þess, að stéttarbræðurnir berjist hver á sínum stað fyrir ])eim sjálfsögðu umbótum á sviði lækninganna hér á landi. vörn gegn sjúkdóm- um og sjúkdómunum sjálfum, með þvi að gera þær kröfur: 1. AÖ Röntgensérfræðingar komi sem fyrst í landsfjórðungana sem eftir eru. 2. A ð færanleg Röntgentæki verði fengin með styrk úr rikissjóði i hvert hérað, sem hefir 1 þúsund ibúa og þar yfir á næstu árum, og verði því lokið innan 10—15 ára. Vestmannaeyjum, á Jónsmessu 1934.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.