Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.07.1934, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 87 Fréttir. Prófessor Sæmundur Bjarnhéðinsson og frú fóru til Danmerkur 19. ágúst. Dvelja þau þar a. m. k. næsta vetur. — Prófessor Sæmundur veikt- ist af influensu s. 1. vetur og hefir verið heilsuveill síöan. Sagði hann því af sér störfum sínum hér í sumar, yfirlæknisstöðunni við Lauganes- spítala, læknisstöðunni vi'Ö slysatrygginguna og sjúkrasamlag Reykja- víkur. Af kenslunni í lyfjafræði við Háskólann lét hann s. 1. haust Prófessor Sæmundur Bjarnhéðinsson hefir unnið hér hiö mesta starf, svo hans mun ávalt verSa getiS fyrst meðal þeirra, er unniS hafa hér aö' útrýmingu holdsveikinnar. Starf hans viÖ Slysatryggingu ríkisins, ein- mitt fyrstu og erfiðustu ár hennar, hefir ekki síður verið merkilegt, þótt almeuningi sé það minna kunnugt hve mjög þaS hefir gripiö inn í líf margra manna. Sem skoSunarlæknir Sjúkrasamlags Reykjavíkur átti hann mikinn þátt í vexti þess og velgengni. Allan tíma sinn hér í Reykjavík hafSi hann einnig talsverSa privat praxis, alt fram á seinustu vikurnar áður en hann fór héSan. Hann er einn af stofnendum Læknafélags Reykja- víkur og hefir verið hinn besti félagsmaSur alla tið. Er þaS von allra vina hans hér, aS hann snúi sem fyrst heill heim aftur. Fröken Gerður Bjarnhéðinsson læknir, hefir veriS hér á ferð í sumar, en sigldi til frekara framhaldsnáms meö sama skipi og foreldrar hennar. Á aSalfundi L. í. flutti professor Knud Faber tvö erindi um magasjúk- dóma. Var hann og .frú hans gestir L. I. nokkra daga fyrir fundinn og eftir, og fór stjórn félagsins meS þeim í ýmsar ferSir um landiS. Á fjórða hundrað þýskir læknar komu hingaB til Reykjavíkur í júlí meS skemtiferSaskipinu Monte Rosa. BauS L. f. og L. R. þeim skyr og rjóma aö Hótel Borg. Ræöur héldu formaSur L. I., dr. med. Halldór Hansen og fararstjóri þjóðverjanna, prófessor Holzmann frá Hamborg. Fylgdu íslenskir læknar hinum þýsku kollegum um bæinn og nágrenniS. — Hafa þeir látiS liiS besta yfir viStökunum hér. Ýmsir aðrir erlendir læknar hafa veriS hér á ferö í sumar, svo sem prófessor Schmiegclow og dr. Djörup frá Kaupmannahöfn, prófessor Bianchini frá Neapel og dr. Gilicspic frá Guys Hospital \ London. Til ú'tlanda hafa farið: Ólafur Þorsteinsson læknir og frú, Kristján Arinbjarnar og frú, Valtýr Albertsson, Gunnlaugur Einarsson, Lárus Ein- arsson og Karl Jónsson. Á ferð hér hafa verið læknarnir: Halldór Kristjánsson, K.höfn, Krist- jáu Björnsson, Aalljorg, Þórður Guðjohnsen, Rönne. 22 íslenskir læknakandidatar eru viS framhaldsnám í Danmörku sem stendur, en 8 í öSrum löndum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.