Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1934, Side 25

Læknablaðið - 01.07.1934, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 87 F r é 11 i r. Prófessor Sæmundur Bjarnhéðinsson og frú fóru til Danmerkur 19. ágúst. Dvelja þau þar a. m. k. næsta vetur. — Prófessor Sæmundur veikt- ist af influensu s. 1. vetur og hefir verið heilsuveill sí'ðan. Sagði hann ]jví af sér störfum sinum hér í sumar, yfirlæknisstöðunni við Lauganes- spítala, læknisstöÖunni við slysatrygginguna og sjúkrasamlag Peykja- víkur. Af kenslunni í lyfjafræði við Háskólann lét hann s. 1. haust Prófessor Sæmundur Bjarnhéðinsson hefir unnið hér hið mesta starf, svo hans mun ávalt verða getið fyrst meðal þeirra, er unniö hafa hér að útrýmingu holdsveikinnar. Starf hans við Slysatryggingu ríkisins, ein- mitt fyrstu og erfiðustu ár hennar, hefir ekki síður verið merkilegt, þótt almenningi sé Jjað minna kunnugt hve mjög það hefir gripið inn í líf margra manna. Sem skoðunarlæknir Sjúkrasamlags Reykjavíkur átti hann mikinn Jjátt í vexti Jiess og velgengni. Allan tíma sinn hér í Reykjavík hafði hann einnig talsverða privat praxis, alt fram á seinustu vikurnar áður en hann fór héðan. Hann er einn af stofnendum Læknafélags Reykja- víkur og hefir veriö hinn besti félagsmaður alla tíð. Er J>að von allra vina hans hér, að hann snúi sem fyrst heill heim aftur. Fröken Gerður Bjarnhéðinsson læknir, hefir verið hér á ferð í sumar, en sigldi til írekara framhaldsnáms með sama skipi og foreldrar hennar. Á aðalfundi L. í. flutti professor Knud Faber tvö erindi um magasjúk- dóma. Var hann og .frú hans gestir L. I. nokkra daga fyrir fundinn og eftir, og fór stjórn félagsins með þeim í ýmsar ferðir um landiö. Á fjórða hundrað þýskir læknar komu hingað til Reykjavíkur i júli með skemtiferðaskipinu Monte Rosa. Bauð L. í. og L. R. þeim skyr og rjóma að Hótel Borg. Ræður héldu formaður L. 1., dr. med. Halldór Hansen og íararstjóri J)jóðverjanna, prófessor Holzmann frá Hamborg. Fylgdu íslenskir læknar hinum J)ýsku kollegum um bæinn og nágrennið. — Hafa þeir látið hið besta yfir viðtökunum hér. Ýmsir aðrir erlendir læknar hafa verið hér á ferð í sumar, svo sem prófessor Schmicgelow og dr. Djörup frá Kaupmannahöfn, prófessor Bianchini frá Neapel og dr. Gillcspic frá Guys Hospital í London. Til útlanda hafa farið: Ólafur Þorsteinsson læknir og írú, Kristján Arinbjarnar og frú, Valtýr Albertsson, Gunnlaugur Einarsson, Lárus Ein- arsson og Karl Jónsson. Á ferð hér hafa verið læknarnir: Halldór Kristjánsson, K.höfn, Krist- jáu Björnsson, Aalborg', Þóröur Guðjolmsen, Rönne. 22 íslenskir læknakandidatar eru við framhaldsnám i Danmörku sem stendur, en 8 í öðrum löndum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.