Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 95 Til skamms tíma reyndust allar aðferSir viÖ brunalækningar óábyggileg- ar, stundum fánýtar og oft hreint og beint skaðlegar. Þvi var slegiS föstu, a'ð sá, sem yrði fyrir bruna, jafnvel ekki mjög djúp- um bruna, sem snerti þri'ðja hluta af yfirborði líkamans, væri banvænn, hvaða aðferð sem notuð væri. Margir þóttust hafa séð, að jafnvel svo grunnfær bruni, sem að eins olli roða, án þess að blöðrur kæmu, yrði oft mönnum að bana, ekki síst börnum. Hver var orsökin? Þessari spurningu höfðu margir reynt að svara, án þess að geta sann- fært lækna alment. Dr. Davison, læknir í Detroit, svaraði spurningunni eftir ítarlega rann- sókn, eins og nú skal sagt frá. Það var fyrir tiu árum, sem hann fyrst ritaði um þetta. Davison þótti sennilegast, að Hermann Pfeiffer, sem 19x2 hafði rannsakað þetta mál, myndi vera á réttri leið. En hans skoðun var sú, að dauðinn orsakaðist af eitrinu. Til þess að komast nær sanni um þetta, fékk Davison sér marg- ar kanínur og nú rakaði hann alt hár af þeinx, hverri eftir annari. Síðan svæfði hann eina eftir aðra með chloroformi, lét streyma á þær sjóðandi heitt vatn og brendi þannig mismunandi stóra hluta hörunds þeirra. Hann gat nú séð, hve mikið þurfti, til að drepa kanínurnar, og var það nokkuð mismunandi, eftir því hver í hlut átti. Þegar hann krufði dauðu kanín- urnar, fann hann degcncratio hepatis ct renum, eins og eftir eitrun, og þeg- ar hann spýtti blóði þessara dauðbrendu kanína i önnur dýr, hvort sem var mýs eða naggrísi, gat hann drepið þau með vissum skamti. Það sýndist nú nokkuð greinilegt, að hér væri um eiturmyndun að ræða, sennilega eitur frá brendu skinninu, sem kæmist út í blóðið. Það, sem einkum studdi þessa skoðun, var þetta: Ef hann fláði brenda skinnpart- inn af brendri kanínu og flutti yfir á sárið heilbrigt skinn, þá lifði kanínan. Og ef hann gróðursetti brenda skinnpartinn í líkama óþrendrar kaninu, þá dó sú kanína öldungis á svipaðan hátt og sú, sem brend var með heitu vatni. Hér sýndist því vera um að gera, ef bjarga skyldi lífi mjög brendra dýra eða manna, að stöðva straum eitursins inn í likamann. Pfeiffer hafði, í stað þess að gróðursetja brendan skinnpart inn í heil- brigða kanínu, tætt sundur brendan skinnpart og búið til velling úr og spýtt honum síðan í heilbrigð dýr. Síðan hafði Pfeiffer gert þá tilraun, að blanda dálitlu af kalómel saman við vellinginn. Þetta hafði þau áhrif, að eitrunin hvarf og hélt hann það vera af því, að albúmin-efni hörunds- ins storknuðu fyrir áhrif kalómelsins, líkt og hvítan í egginu hleypur við suðu. Hins vegar var kalómel of mikið eitur til þess, að það yrði notað við stóra bruna. Þegar hér var komið sögunni, hugkvæmdist lækni nokkrum, sem hét Mason, að nota mætti acidum gallotannicum til brunagræðslu, og nú reyndi Davison þetta lyf fyrstur manna, og eftir margar tilraunir komst hann upp á aðferðir, til að nota þetta á réttan hátt og í réttum hlutföllum. Eftir margar tilraunir hafa tvær aðferðir gefist best. Önnur er sú, að hylja brunasár með grisjaklútum, vættum í 5% upplausn af acid. gallotannicum. Aðrir segja, að 2—2Y^o upplausn nægi, Aðferðin er:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.