Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 12
98 LÆKNABLAÐIÐ Léttuppleysanleg ferro-sölt. Hin léttuppleysanlegu ferro-sölt, svo sem: ferroklorid, ferrojodid og ferrosulfat, eru ekki vel til þess fallin, að gefa þau í vatnsupplausnum, vegna þess, að þess háttar upplausnum hættir til að ummyndast, sökum oxydationar á ferro-saltinu, þannig, a'Ö basisk ferri-sölt fellist út. Af þess- um ástæðum fást ekki hrein ferro-áhrif, heldur sambland af ferro- og ferri- verkun, og auk þess eru upplausnirnar slæmar á brag'Si'ð og hafa ska'Öleg áhrif á tennurnar. Til þess að upplausnirnar haldi sér betur, má setja í þær sýru (Mixtura acido ferrea F.n.c.H. 1887), en jafnvel í súrum vökva verður oxydation (uppleysanlegt normalt ferri-salt myndast), og verða menn því einnig í þessum tilfellum að gera ráð fyrir samblandi af ferro- og ferri-verkun, og blöndunin með sýrunni megnar ekki að minka óbragðið eða hindra hin skaðlegu áhrif á tennurnar. Sé settur sykur í upplausnirnar, halda þær sér einnig betur, og er þetta' að öllum líkindum vegna þess, að haldið er að ferro-ionirnar og sykur- molekylin gangi í samband hvort við annað. Præparöt, svo sem Syr. jodeti ferrosi og Syr. chloreti ferrosi, halda sér mjög sæmilega, og með lyfjum þessum fást vafalaust hreinar ferro-verkanir, en bragðið er slæmt, og að öllum líkindum má gera ráð fyrir skaðlegum áhrifum á tennurnar. Það, að gefa léttuppleysanleg ferro-sölt í töflum, til þess að hlífa sjúk- lingunum við hinu óþægilega bragði, og skaðlegu áhrifum á tennurnar, er ekki heppileg úrlausn. Eins og kunnugt er, hefir það á síðustu árum tíðk- ast mjög rnikið, að gefa ýms meðul sem töflur, en menn virðast ekki hafa tekið nægilega tillit til þess, að ekki er heppilegt að gefa léttuppleysanlegt efni á þennan hátt, þar sem reynslan hefir sýnt. að slikar töflur leysast illa sundur. Skýringin á þessu einkennilega fyrirbrigði, sem áreiðanlega er ekki nægilegur gaumur gefinn, mun ekki verða tekin til meðferðar hér, en þó er ástæða til að benda á það, sem almenna reglu: 1) að ekki er rétt að gefa léttuppleysanleg efni i töflum, heldur í upplausnum, og sé þá ef til vill bætt í bragðbætandi efnum, 2) að töflur, sem ætlaðar eru til að gleypa í heilu lagi, ber að búa til úr tiltölulega illa uppleysanlegum efnum. Með því að nota varanleg ferro-sölt, svo sem Sulfas ferrosus siccatus og Chloretum anhydricum, má búa til töflur, sem ekki hafa neitt veru- legt magn af ferri-söltum að geyma, og með því að húða þessar töflur með lakki, má varðveita ferro-söltin frá oxydation, en vegna þess, hve töflurnar leysast illa sundur, verður ekki komist hjá lokal-ertandi áhrif- um á slímhúð magans, og að líkindum heldur ekki hægt að gera ráð fyrir verulegum ferro-áhrifum strax i maganum, þar eð skilyrðið til þess er, að töflurnar sundrist tiltölulega fljótt. Illuppleysanleg ferro-sölt. Af hinum þunguppleysanlegu ferro-söltum hafa hingað til einkum ver- ið notuð ferrokarbonat og ferrofosfat. Með því að nota þessi efni hrein í töflurnar, mætti eflaust framkvæma lækninguna án óþæginda fyrir sjúk- lingana, þar sem þessi efni ganga í samband við saltsýruna í maganum og mynda ferro-klorid. En mjög er erfitt að framleiða efni þessi hrein, þar sem þeim hættir mjög til að oxyderast, og þau præparöt, sem á mark-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.