Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 99 atSinum eru, hafa svo mikið af ferri-söltum að geyma, að þau eru alls ekki heppileg til ferro-lækninga. I Hydrocarbonas ferrosus saccharatus er nálægt því 25% af ferro-salt- inu oxyderaS og breytt í ferrihydroxyd, og í því ferrokarbonati, sem á markaðnum er, og ekki er gert varanlegra með sykri, er ennþá meira af ferro-saltinu oxyderað. Að þvi er ferrofosfatiÖ snertir, er þetta síst betra, eins og sjá má af eftirfarandi töflu, sem sýnir árangurinn af rannsókn á 5 ferrofosfat-præparötum, keyptum hjá 4 mismunandi fyrirtækjum: Præparat Ferro-járns Ferri-járns Ferro-járns innihald í % miðað við allt I. innihald í °/o innihald í % járn-innihaldið 21.3 11.4 34-9 II. ig.o 14.1 42.6 III. 18.6 14.0 43-o IV. 14-5 i9-5 57-4 V. 18.6 14.8 44-3 Til þess að komast hjá erfiðleikunum við að framleiða efni þessi hrein, liggur nærri, að fá efnin mynduð ex tempore, þegar framleitt er það com- positum, sem nota á efnið í, og þessari meginreglu er sýnilega fylgt hvað snertir ýms samsett meðul, sem tekin hafa verið upp í pharmacopeur og uppskriftasöfn. Sem dæmi um slik præparöt má nefna Mixt. Ferri com- posita, Pill. Ferri compositae og Pill Blaudii, sem framleidd eru úr ferro- sulfati og kaliumkarbonati. Ekki er þó hægt að telja neitt af þessum með- ulum sérlega heppilegt ferro-meðal. Mixt. Ferri comp. heldur sér illa, þar eð ferrokarhonat fellist út í ríkum niæli og oxyderast i ferrihydroxyd, áður en niixturan er notuð upp. og sundrunarhæfileika Pill. Blaudii er, eftir rannsóknum K. Schröders* mjög ábótavant. Með endurbættum samsetn- ingum hefir sundrunarhæfileiki þeirra verið aukinn í uppskriftasafni F.n. c.H. og DAK., en þó fær maður ekki eins fljóta sundrun á þessum pill- um, eins og þeim, sem búnar eru til úr tiltölulega þunguppleysanlegum efnum; að öllu athuguðu, virðast þau meðul, sem innihalda ferro-karbonat og ferrofosfat, ekki vel fallin til hreinna og áhrifaríkra ferro-lækninga. Ferrum reductum og ferrum pulveratum. Með því að nota ferrum reduct. og ferrum pulverat., fæst að likind- um hrein og þægileg ferro-verkun, þar sem járnið leysist upp smátt og smátt í saltsýru magans, og myndast þá járnklorid. Ferro-verkunin er þó varla mjög mikil og notkun á ferrum að minsta kosti, mun vera heldur gagnslítil (irrationel), þar sem 70—80% af magni því, sem inn er gefið, finst óbreytt i saurnum, samkvæmt rannsóknum E. O. Folkmar og Ul- richs**. Samkvæmt rannsóknum A. D. Hörlúck*** leysist Ferrum pul- veratum fljótar upp, heldur en Ferrum reductum, en þó verður að álíta, * Knud Schröder, Om Jern og Arsenikpiller, Hospitalstidende 1013, bls. 1519. ** E. O. Folkmar og Ulricli, Undersögelser over hvor store Mændger af det per os indgivne Ferrum reductum, der udskilles i uforandret Tilstand med Faeces. Ugeskr. for Læger 1923, bls. 957. *** Den kvantitative Bestemmelse af Jern i Ferrum reductum. Dansk Tidsskrift for Farmaci, Bd. I 1926, bls. 37.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.