Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 16
102 LÆKNABLAÐIÐ Claessen um rauöa kross íslands, Guöm. Iiannesson um skipulag bæja, Níels Dungal um nytjagerla og Ólafur Helgason 2 erindi í samtalsformi: Lýsingu á sýningunni). Á sýningunni sjálfri fluttu margir læknar stutt erindi fyrir almenning (Guðln. Hannesson um skipulagsuppdrætti og íslenska farsóttastatistik, Halldór Hansen um meltinguna, Helgi Tómasson um andlega heilbrigði, Sigurður Magnússon um berklaveiki á Islandi, Katrín Thoroddsen um ungbarnavernd, Guðm. Thoroddsen um heilsuvernd barnshafandi kvenna, Níels Dungal uin krabbamein, Olafur Þorsteinsson um heyrnina, Jón Jónsson um tennurnar, Þóröur Þórðarson hjálp í viðlögum). Auk þessa fluttu meðlimir stjórnarinnar, nokkrir aðrir læknar og margir læknastúd- entar skýringar fyrir fólkinu í hinum einstöku sýningarherbergjum. Sýningin var opnuð laugard. 6. okt. kl. i)4 af Haraldi Guðmundssyni heilbrigðis- og atvinnumálaráðherra; auk þess bauð form. félagsins, dr. Helgi Tómasson, boðsgestina velkomna. Var opnun sýningarinnar útvarp- að. — Sýningin var í 17 herbergjum, eða hæð í Landakotsspítalanum. Sýningin var opin fyrir almenning frá kl. 4 e. h. 6. okt. til sunnudags- kvelds 21. okt. Aðgangur var 1 kr. fyrir fullorðna, 25 aurar fyrir börn og 2 kr. fyrir fullorðna, fyrir allan sýningartímann, en þó var ókeypis aðgangur næst síðasta daginn. Rúm 17000 manns munu hafa sótt sýning- una. Var afar mikill troðningur suma dagana, einkum næst síðsta dagimi, svo um tíma varð að loka. Allir skólar í Reykjavík og nágrenni, sem til náðist, höfðu ókeypis aðgang, og fólk gerði sér ferðir langt að til þess að sjá sýninguna, sem tvímælalaust er langbest sótta sýning, sem haldin hefir verið hér. Þar eð taka varð ákvöröun um hvort sýninguna skyldi halda að sumri til, er félagið ekki heldur fundi og oft er erfitt að ná í marga félagsmenn, ákvað stjórnin það upp á eigin spýtur, að halda sýninguna og tóku með- limir stjómarinnar á sig hina fjárhagslegu ábyrgð á sýningunni. Með hinum ýmsu ívilnunum og margvíslegu aðstoð varð fjárhagsleg afkoma sýningarinnar mjög góð, svo að sennilega munu verða um 4— 5000 kr. tekjuafgangur til félagsins. Tekjurnar urðu rúmar 10,000 kr. alls, en gjöldin eru ekki endanlega gerð upp ennþá. Mun reikningur sýningar- innar væntanlega tilbúinn í næsta mánuði. Á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur 12. nóv. 1934 var sabþykt sú til- laga félagsstjórnarinnar, að verja tekjuafgangi sýningarinnar til þess að koma hér í Reykjavík upp heilsufræðilegu safni, sem svo gæti orðið grun- völlur fyrir almenningsfræðslu félagsins um heilbrigðismál. Einnig má nota það til sendisýninga út um land. Kjarninn i þetta safn er þegar til. Deutsche Hygiene Museum gaf félaginu um 40 sýningartöflur, sem not- aðar höfðu verið á sýningunni, auk þess sem félagið á ýmislegt, er búið var til beinlínis sýningarinnar vegna. Heldur félagið þannig áfram starfsemi í sama anda sem til sýningarinnar var stofnað, að gera almenningi gagn, með því að veita heilsufræðilega fræðslu. Með sýningarmununum frá Þýskalandi kom ágætismaður, yfirlæknir dr. med. Herbert Pernice frá Universitátsinstitut fúr Berufskrankheiten, Berlín. Aðstoðaði hann stjórnina með ráðum og dáð við alla sýninguna. Var hann gestur félagsins, en Olafur Þorsteinsson og frú hans, Kristín Guðmunds-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.