Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 86

Læknablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 86
174 LÆKNABLAÐIÐ áfangann, sem var rúmir 20 kilometrar, upp aö svo kölluðu efra sælu- húsi, er stendur austan í fjallgaröinum, og segir ekki af ferðum okkar fyr en þangað kom kl. 1 um nóttina. Höfðum við þá verið hátt á fimta klukkutima frá efsta, bæ. Fylgdarmaðurinn var farinn að dragast afturúr og beið eg hans við kofann því ekki var auðhlaupið inn; þurfti að grafa göng gengum snjóinn til þess að komast að hurðinni. Þegar fylgdar- maðurinn kom hafði hann þá raunasögu að segja að hann hefði brotið annað skíðið sitt á heiðunum fyrir neðan húsið, þar af leiðandi skilið skíðin eftir og orðið að kafa síðasta kílometerinn. Þetta þóttu mér slæm tíðindi því ófært mátti heita yfir háfjallið skiðalaust. Við tókum reku, sem bundin var á húsþakinu, klufum skaflinn og komumst inn í fremur óvistlegt herbergi, kveiktum upp í ofnræfli, en hann reykti svo mikiS að okkur lá við köfnun. Snjó settum við í ketilinn og brátt var drykkur framreiddur, kölluðum við það kaffi og drukkum með góðri lyst me'5 smurðu brauði, sem við höfðum meö okkur. Fylgdarmaðurinn kvað engan veg að komast yfir fjallið skíðalaust og vildi því snúa við, en eg sagðr að við yrðum að skiftast á um min skíði og reyna að brjótast áfram, hvernig sem færi, eg sneri aldrei við á svona ferðum og forsjónin mundr ráða fram úr þessu, konunnar vegna. Við drápum nú eldinn með kaffi- gutlinu, sem eftir var og gengum vel frá öllu og svo út í myrkrið og stefndum á „Haug“ sem við raunar ekki gátum séð. Eg gekk nú skíða- laust, snjórinn hélt einstaka spori, en viðast var ófærðin í hné og dýpra, stundum sat eg alveg fastur og varð að velta mér yfir skaflana. Eg timdi ekki að taka skíðin aftur af fylgdarmanninum þvi hann hafði tösk- una á bakinu og svo var hann óvanari ferðum en eg og gat uppgefist og þá hefðum við verið illa staddir. Þessi áfangi yfir háfjallið er 13 kílometrar að vestara sæluhúsi. Framundan var alt af einhver símastaur, fylgdarmaðurinn einhversstaðar á eftir en myrkrið og hríðin alt um kring. Enginn lifandi vera þarna á ferð, ekki einu sinni rjúpa eða refur, snjóauðnin eins óvistleg sem hugsast gat og engin sældarkjör a'Ö stríða við ófærð og illviðri lélega útbúnir og þreyttir. Ef annarhvor okkar hefði veikst eða slasast þá var engin lífs von. Það var kominn morgun —• kl. að ganga 9 þegar við náðum að vestra sæluhúsi; höfðum við þá verið nokkuð á sjöunda tíma, hvíldarlaust milli húsanna. Hér vora engin tæki til að hita og því enga hressingu að fá nema hálffrosið brauð. Föt min voru vindandi blaut af svitanum og líktust köldum bakstri þegar eg sett- ist að í húsinu, alt ætlaði að frjósa og eg að stirðna svo ekki var til setunnar boðið. Nú var maður neðan úr Fjallabygð kominn til móts við okkur svo eg fékk skíði mín, en fylgdarmennirnir skiftust á um skíði hins nýkomna. Var nú léttara að ganga undan brekkunni, en all-langt til bygfða enn, ca. 14 kilometrar. Um miðjan dag komum við að Víðis- hóli, fengum þar hressingu og héldum síðan enn áfram. Fór nú að dimma og sá brátt ekkert fyrir náttmyrkri og hrið og enginn simi né vörður til hjálpar. Við viltumst því brátt og vissum ekki hvar við fórum, gekk svo marga klukkutíma uns við loks rákumst á bæinn þar sem sjúkl. átti heima; var þá kominn háttatími og hafði ferðin varað í þrjú, dægur. Okkur var fagnað í anddyrinu og af konunni frétti eg -það að hún lægi uppi á lofti 0g svo slæm lykt væri orðin í herbergi hennar að enginnt héldist þar við. Eg dustaði af mér mesta snjóinn en nú var eg orðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.