Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 113

Læknablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 113
LÆKNABLAÐIÐ 189 hafa fæöingarlæknarnir komiö sér niður á minstu grindarmál, sem talið er, aö leyfi fæöing á fullsköpuöu barni. Sumstaöar erlendis hefir veriö gert nokkuö aö því aö reyna aö fá mál á grindinni, meö þvi aö taka hliðarmyn^ir af pelvis. Þetta er erfitt verk og ekki gerandi, nema meö mjög öflugum röntgenvélum. Skoöunin útheimtir sérlega áhrifamikla geisla, og þaö út af fyrir sig getur verið varhugavert gagnvart fóstrinu, ekki síst, ef skoðunin krefur tvær eða fleiri myndir. Ábyggileg vitneskja er reyndar ekki um geislaþol fósturs- ins; en eg hygg, að flestir röntgenlæknar kynoki sér viö aö bjóöa því mikla röntgengeisla. Röntgenskoöunin á grindinni hefir þvi lítt rutt sér til rúms, enda hafa fæðingarlæknarnir önnur ráö til að átta sig á grindar- málunum. Eg ætla þess vegna að lýsa aðallega röntgenskoðun á sjálfu fóstrinu. Fyrsta spurningin var um, hvort konan væri gravid eöa ekki. Hver eru fóstureinkennin á röntgenfilmunni, og hve snemma um meðgöngu- tímann gera þau vart við sig? Röntgenmyndin af fóstrinu er bundin við skuggana af fósturbeinunum, og þess vegna sjást ekki skuggar af fóstrinu fyr en skriður er kominri áibeinmynduninav'Þaö er ekki fyr en á 4. mán- uöi meðgöngutímans, sem skuggar sjást af fósturbeinunum á röntgen- mynd, þegar fóstrið er röntgenmyndað í móÖurlífi. t enduÖum 5. mánuði, er álitið aö megi meö öruggri vissu fá fóstriö fram á röntgenmynd. Þá er að gera grein fyrir hvernig fóstrið lítur út á myndinni. Óneitan- lega þarf stundum nokkra æfingu til þess að koma auga á fóstrið, á röntgenfilmunni. Snemma um meðgöngutímann getur þetta veriö líkt og felumynd, þar sem þarf aö leita að þeim skuggum sem stafa af fóstur- pörtum, og greina þá frá því sem tilheyrir móöurinni. Þaö sem fyrst er ráðlegt aö leita uppi eru skuggar af höfuðkúpu og hrygg fóstursins. Skugginn af fósturhöfðinu er einsog egglaga hringur (1. mynd). Kalkið í höfuðbeinunum er stundum ekki meira en það, að skuggi verður aðal- lega í útjöðrunum, þar sem geislarnir hitta höfuðkúpuna eins og á kant. Þannig kemur fram hringskuggi. — Skugginn af fósturhryggnum lýsir sér sem bogadregin röð af smákubbum eða plötum, vegna beinmyndunar í corpus vertebræ (2. mynd). Á sama svæði má sjá rifjaskugga og út- limabeinin. Oft er erfitt að átta sig á röntgenmyndum af útlimunum (1. mynd). Þegar venjulega eru teknar myndir af útlimum eru þeir lagðir í typiskar stellingar; eri af skiljanlegum ástæðum kemur það ekki til greina á fósturmyndunum. Þar má búast við að sjá handleggi og fætur i öllum hugsanlegum stellingum. Setjum svo, að lærleggurinn sé ekki þvert fyrir geislunum, heldur öfugt, að geislarnir hitti legginn axialt; þá verður myndin af beinpípunni aðeins eins og ofurlítill blettur. Ef fóstrin eru ung, en mæðurnar mjög gildar, er alvanalegt að sjá að- eins höfuðkúpu og hrygg, en rif og útlimir koma oft óglöggt fram. Það eru því einmitt skuggarnir af höfði og baki fóstursins, sem leysa úr spurningunni um það, hvort konan muni vera með barni eða ekki. Næsta spurningin, sem kom til greina var: Hvernig ber fóstrið að? Ljósmæður og fæðingarlæknar átta sig oftast á fósturstöðunnf m’eð venjulegum aðferðum. En útvortis skoðun, með höndunum, er þó stund- um erfið, t. d. vegna hydramnios eða spennings í kviðnum, og eins getur þá líka verið vafasamt hvað álykta má um fósturstöðuna af hljóðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.