Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1937, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.02.1937, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 3 vitjanabeiðnum móttöku á þeim tíma, og getur sjúklingur þá snúiÖ sér til skrifstofu S.R. og ef kæran reynist á rökum bygÖ, skal skrif- stofan gefa samlagsmanni skriflega heimild til þess að vitja annars læknis í það sinn. GreiÖsla fyrir þá læknishjálp fer eftir gjaldskránni og sé um venjuleg heimilislæknis- störf að ræÖa, dregst hún frá tekj- um þess læknis, er vanrækt hafði sjúklinginn. Ef slik vanræksla á sér stað a. m. k. þrisvar í sama mán- uði við sama samlagsmann, er hon- um heimilt að velja sér nýjan lækni frá næstu mánaðamótum. Nú telur samlagsmaður, að lækn- ir hafi að einhverju leyti ekki gert skyldu sína, og getur hann þá sent stjórn S.R. skriflega, rökstudda kæru. Telji stjórn S.R. kæruatriði þannig, að ástæða sé til að sinna þeim, skal hún senda viðkomandi lækni afrit af kærunni og beiðast umsagnar hans. Lækninum er skylt að senda umsögn sína til stjórnar S.R. innan einnar viku. Virðist stjórn S.R. kæran vera á rökum bygð, að umsögn læknisins athug- aðri, skal hún senda hana, ásamt skýrslu læknisins til stjórnar L.R. Geti stjórn L.R. og S.R. ekki ráð- ið fram úr málinu, skal því vísað til gerðardóms samkvæmt 6. grein. Ef sök er eldri en eins mánaðar, er samlagsstjórn lierst kæran í hendur, er málið ónýtt. 6. gr. Gerðardómur. f deiluatriðum samkv. 5. gr. og ef aðrar missættir kunna að rísa upp milli S,.R. og L.R. út af ein- stökum atriðum í samningi þessum og geti málsaðiljar ekki jafnað með sér misklíðina, skal vísa málinu í gerð, og skal gerðardómur svo skip- aður: L.R. skipar einn mann, stjórn S.R. einn og lögmaðurinn í Reykja- vík einn, og er hann formaður dómsins. Hvor málsaðili sem er, getur beiðst útnefningar gerðar- dómsins. Gerðardómurinn ræður, hvernig haga skuli meðferð málsins og hvernig greiða skuli kostnað þann, sem gerðin hefir í för með sér. Hann hefir vald til þess að fella fullnaðarúrskurð í öllum deilumál- um milli lækna og samlagsins út af samningi þessum, og mega slík mál aldrei koma fyrir dómstóla lands- ins nema þegar um fullnægingu dómsins er að ræða. I gerðardómnum ræður afl at- kvæða úrslitum. 7. gr. Greiðslur. Heimilislæknisstörf, þ. e. vitjanir til sjúklinga og venjuleg sjúkravið- töl, rannsóknir og aðgerðir á lækn- ingastofum og eftirfarandi vottorð : veikindavottorð, vottorð um upp- töku á sjúkrahús, upplýsingar til trúnaðarlækna og önnur vottorð, er samlagið kynni að varða, heilbrigð- isvottorð fyrir skólabörn, er hafa verið veik, dánarvottorð, greiðast með föstu árgjaldi á samlagsnúm- er, er sé kr. 12.00 á ári a.S viðbætt- um kr. 2.50 fyrir hvert barn á framfæri samlagsmeðlima. Fyrir þá, sem búa í úthverfum bæjarins greiðist 50% bærra gjald. •— Út- hverfi teljast utan jjcssara tak- marka: Defensorvegur í Vatns- geymi til Öskjuhlíðar, þaðan um Loftskeytastöðina á Melunum í hreppsvegamót á Seltjarnarnesi og þaðan á hreppsmótum norður til sjávar. Fyrir nætur- og helgidagavitjan- ir og viðtöl, svo og fyrir aðkallandi slysahjálp, er ekki næst til samlags- læknis viðkomandi sjúklings, greið- ist sérstaklega samkv. eftirfarandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.