Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGITÓMASSON, SIG. SIGURÐSSON, JÓH. SÆMUNDSSON 23. árg. Reykjavík 1937. 2. tbl.—- Samvextir í kviöarholi. Kenningarnar um lífhimnusam- vextina, sem eru allstór liÖur í Chir- urgiunni, hafa einnig æÖimikla þýð- ingu í almennri praxis. Ef maÖur hugsar út í hvað lífhimnusamvext- ir eða samvextir yfirleitt koma oft til tals í viðtalstíma lækna, er það gott merki þess, hve veigamikill lið- ur þeir eru bæði í starfi læknisins og lífi sjúklinganna. Það er eng- inn vafi, að orðið „Samvextir" er mjög svo misnotað og allskonar ó- fögnuður fylgir oft i kjölfar þess. Samvextir við magann, samvextir við gallblöðru og lifur, samvextir við ristilinn, samvextir við netjuna, hotnlangann, legið, legböndin, eggjastokkana, eggjagöngin, smá- þarmana, briskirtilinn, og hver veit hvað fleira? Þegar sjúklingur spyr læknirinn um, hvað að sé, verður hann auð- vitað að svara einhverju. Geti hann ákveðið hinn rétta sjúkdóm, er vandinn enginn, að skýra fyrir sjúklingnum, hvað sé að gerast inn- an í honum. En oft er læknirinn í algeröum vafa um, hvað í raun og veru er um að ræða, og þarf þó helst að gefa sjúklingnum ein- hverja úrlausn. 1 þeim tilfellum er, og sérstaklega hefir, orðið „sam- vextir“ verið mjög algengt lausn- arorð. I sambandi við samvexti get- ur maður imyndað sér allan þrem- ilinn og sjúklingurinn, sem altaf heimtar að fá sjúkdóm sinn nafn- greindan, er venjulega mjög ánægð- ur með samvextina, þvi að það er orð, sem aílir sjúklingar þekkja. Oft álítur læknirinn í raun og veru að um samvexti sé að ræða. I mörg- um tilfellum notum við orðið aftur á móti til að hylja hina diagnostisku nekt okkar. Það er vitanlegt, að í hinni visindalegu læknisfræði er ekki mikið lagt upp úr hinum svo kölluðu samvöxtum, sem oft og tíð- um eingöngu byggjast á ignorantia. En þó verður vitanlega að gera ráð fyrir þeim, þótt að í fæstum til- fellum sé hægt að l^iða nema lík- ur að þeim sem sjúkdómsorsök. Til þess að geta lagt réttan mælikvarða á hugtakið „samvextir", verður að ganga út frá hinu eðlilega ástandi í kviðarholinu. Lífhimnuholið er venjulega skoð- aö sem bandvefsslíður nú á dögum, þar sem hin ýmsu líffæri kviðar- holsins geta hreyfst hvert gagnvart öðru hindrunarlaust. Eðlilegt er, að líkja lífhimnuholinu við sinaslíður, sem einnig er bandvefsslíður, sem gerir sinunum fært að renna 'eðli- lega og ótruflað. Á sama hátt get- ur vel komið til mála að tala um lífhimnuslíffur, ef maður aðeins hefir það í huga, að þetta slíður er í óendanlega mörgum fellingum. Verði nú þekjufrumur þessa líf- himnuslíðurs fyrir einhvers konar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.