Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 10
24 LÆKNABLAÐIÐ u.r geröi hann fyrirspurn um, hvort menn gætu ár eftir ár talist félags- menn, án þess aö greiða árstillög sin. Þ. J. Thoroddsen, endurskoð- andi, upplýsti, aö kostnaðurinn viö aðalfund heföi oröiö vegna hinna útlendu gesta. Eignir félagsins væru peningar í sjóði og ógoldin árstillög félagsmanna,’ sem væru að upphæö fullar 7 þúsund krón- ur. Sumir skulduðu alhnikiö. Alt aö 430 kr. Magnús Pétursson sagöi, aö eng- in ákvæði væru til um þaö, hve lengi menn gætu talist félagar, án þess aö greiða tillög sin. Þetta væri einmitt eitt af þeim atriðum, sem athuga þyrfti viö væntanlegar lagabreytingar. Uröu nokkrar umræður síöan um ýmislegt viðvíkjandi útistand- andi skuldum og var samþykt til- laga frá Bj. Snæbj. um aö lesa upp skuldalista félagsmanna, og voru reikningarnir síðan samþ. meö öll- um greiddum atkv. 3. mál á dagskrá: Kosin stjórn og endurskoðandi. Atkvæöi féllu þannig: Formaöur: Magnús Pétursson meö 25 atkv. Meðstjórnendur: Helgi Tóm- asson meö 19 atkv., Magnús Júl. Magnús meö 17 atkv. og Gunn- laugur Einarsson með 17 atkv. Endurskoðandi var kosinn Þ. J. Thoroddsen meö lófataki. 4. mál á dagskrá: Árstillagið. Formaöur lagði til aö árstillagið yröi kr. 50,00 eins og síöastl. ár. Samþ. með 10 samhljóða atkv. Var þá fundarhlé í 5 mínútur. Framhaldsfundur 3. júlí kl. 6. Yfirlæknir dr. med. Skúli Guö- jónsson flutti erindi um vítamin- rannsóknir, ýmsar nýjungar á því sviði og drap allverulega á rann- sóknir þær, sem nú standa yfir £ Færeyjum og hann veitir forstööu- Á undan erindinu beindi hann nokkurum vel völdum oröum til formanns út af ummælum, sem formaöur haföi látið falla í hans garö. Erindið þakkaö meö lófataki. Fundi frestað. Framhaldsfundur 3. júlí kl. 9. 1. mál: Formaður bauð vel- kominn og kynti fyrir fundar- mönnum próf. dr. med. C. Sonne yfirlækni, sem mættur var á fund- inum og flutti erindi um „Dysp- noe við lungnaempyem og bron- chitis“. Erindiö þakkaö meö lófataki. 2. mál: Siglingasjóöur Lækna- félags fslands. Framsögumaður: Magnús Júl. Magnús. Framsögumaöur gat þess, aö málið heföi veriö til umræöu á síö- asta aöalfundi. Stjórnin hefði rit- aö öllum félagsmönnum, sem til náöist. Svör hefðu komið frá 13, þar af 8 utan Reykjavíkur. Und- irtektir heföu verið þannig, að 4 heföu verið meömæltir sjóösstofn- uninni en 9 á móti. Taldi ræöu- maður ekki fært að stofna sjóð- inn á þeim grundvelli og bar fram svolátandi tillögu: „Meö tilliti til, hvað þátttaka hefir veriö lítil i atkvæðagreiðsl- um um stofnun utanfarasjóðs inn- an Læknafélags íslands og meiri hluti þeirra, sem svara, eru mót- fallnir því, að félagið leggi fram fé til slíkrar sjóöstofnunar og eins að ársgjöld félagsins hækki, þá ályktar fundurinn, þar sem heldur ekki liggur fyrir neitt fé annarsstaðar, aö verja aö svo stöddu engu fé til slíkrar sjóðs- stofnunar". Tillagan borin upp og samþykt meö 15 samhljóða atkv.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.