Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 11
LJEKNABLAÐIÐ 25 2. mál: önnur félagsmál. Formaður félagsins bar fram svolátandi tillögu: „Aðalfundur Læknafélags ís- lands ályktar að kjósa 3ja manna nefnd til þess, milli aðalfunda, að endurskoða lög félagsins og gera við þau breytingartillögur, er sendist öllum félögum til umsagn- ar og leggist síðan fyrir næsta að- alfund.‘‘ Tillagan borin upp og samþykkt í einu hljóði. Þessir hlutu kosningu í nefnd- ina: Magnús Pétursson með 11 atkv., Óskar Einarsson með 9 at- kv. og Valtýr Albertsson með 9 atkv. — Gunnlaugur Claessen hlaut 7 atkv. og Bjarni Snæbjörns- son 7 atkv. Fundi frestað. Framhaldsfundur 4. júlí kl. 3 e. h. 1. mál: Fundargerð frá degin- um áður lesin upp og samþykt athugasemdalaust. 2. mál: Yfirlæknir próf. dr med. Sonne flutti erindi um „Súr- efnisaðöndun í læknisfræðilegu skyni. (Ilt Inhalation i Therapien). Erindið þakkað með lófataki. 3. mál: Magnús Pétursson kvaddi sér hljóðs og bar fram svo- Iátandi tillögu um stað fyrir næsta aðalfund: „Fundurinn felur stjórn félags- ins að ákveða stað fyrir næsta at:alfund.“ Tillagan samþykt i einu hljóði. 4. mál: Yfirlæknir Magnús Júl. Magnús flutti erindi, er hann nefndi „Holdsveikin". í erindinu fór hann nokkuð út í sögu holds- veikinnar á íslandi og útbreiðslu hennar eftir héruðum. Hann gat þess, að sem stæði væru 13 sjúk- lingar úti í héruðum. Erindið þakkað með lófataki. 5. mál: Yfirlæknir dr. med. Skúli V. Guðjónsson flutti erindi um ;,Iðjuheilsufræði“. Erindið þakkað með lófataki. Fundargeröin lesin upp og sam- þykt. Þ. J. Thoroddsen. Páll Sigurðsson. + Guðmundur Björnson landlæKnir. Með Guðm. Björnsyni land- lækni er einhver einkennilegasti og mikilhæfasti maður íslensku læknastéttarinnar fallinn í valinn, og sjálfur hefi eg mist einn af mínum elstu vinum og samferða- mönnum á lífsleiðinni. Helstu æfiatriði Guðm. heitins eru í fám orðutn þessi: Hann var fæddur 12. okt. 1864 í Gröf í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Björn hóndi Guðmundsson, sem lengi bjó á Marðarmýri í Vatnsdal, og kona hans Þorhjörg Helgadóttir. Áttu þau hjónin mörg hörn og var efnahagur þeirra fremur jiröngur á uppvaxtarárum G. B., svo litlar horfur voru á því, að hann yrði settur til menta, enda gekk þá hin mesta óáran um alt land. Honum var þó komið um tima til séra Hjörleifs Einarsson- ar i Undirfelli og kom þá strax í ljós, að hann hafði alveg óvenju- legar námsgáfur, svo prestur reri að því öllum árum, að honum yrði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.