Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1937, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.08.1937, Blaðsíða 34
64 LÆKNABLAÐIÐ t Jón Kristjánsson læknir. Jón Kristjánsson, læknir, er fæddur að Brei'SabólstaS í Vestur- hópi 14. júní 1881, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar Kristjánsson- ar, prests, og Gróu Ólafsdóttur frá SveinsstöSum í Húnaþingi. Hann gekk inn í annan bekk Latínuskólans voriö 1899, og út- skrifaöist þaöan voriö 1904. Þá fór hann á Læknaskólann og stundaöi þar nám frarn til 1907, en þá tók hann upp þá nýbreytni, aö fara utan, til Danmerkur, til þess þá þegar, aö afla sér sérment- unar i þeirri grein læknisfræöinn- ar, er honurn stóö mest hugur til, Fysioterapi (nuddlækningar). En meöfram geröi hann þetta til þess eftir á, aö geta sjálfur unniö fyrir sér meöan hann stundaöi nám við Læknaskólann. Sýnir þetta fram- takssemi hans og áhuga. í Kaup- mannahöfn stundaði hann nám hjá dr. Clod Hansen, og byrjaði oíðan á árinu 1908, aö stunda hér heima nuddlækningar, eins og þaö þá var jafnan kallað. Jón heitinn kom þá þegar meö ýms ný tæki, er menn ekki höfðu áður átt aö venjast og fékk þegar góöa að- sókn og álit hið besta. Sóttist honum seint námið á Læknaskólanum, sem mjög var eðlilegt, þar sem hann varö að hafa þaö mestniegnis í hjáverkum, en kandidat varö hann áriö 1914, og sýndi með því þrautseigju og þolgæði. Fór hann þá utan eins og lög stóðu til, á Fæöingarstofn- unina, og notaði jafnfranit tæki- færið til að framast í sérgrein sinni. Var þá einnig um tíma á Finsensstofnuninni í Kaupmanna- höfn og lagði sérstaklega stund á hjartasjúkdóma. — Kom þessi för honum að miklu haldi og jókst nú aösókn hjá honum og álit hans, enda mun lækningastofa hans þá, hafa veriö rneðal þeirra fremstu, að áhöldum og útbúnaöi, þeirra stofnana er stund lögðu á Fysi- oterapi, þó víða væri leitað. Árið 1921 fer Jón enn utan, til stuttrar dvalar. Kemst hann þá í kynni við Diathermi-lækningar, og leitar til stjórnar og Alþingis um hjálp til kaupa á þessu nauð- synjatæki. Veitti Alþingi fé til kaupa á sliku áhaldi handa hon- um og mun það fyrsta áhaldið, til Diathermi-lækninga, er hingað til lands hefir kornið. Þegar Jón meö dugnaöi sínum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.