Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYIvJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGITÓMASSON, SIG. SIGURÐSSON, JÓH. SÆMUNDSSON 23. árg. Reykjavík 1937. 5. thl. : . Ny meðferð útvortisberkla eftir P. V. G. Kolka, héraðslækni Einu ári eÖa svo áður en eg fór úr Vestmannaeyjum, sá eg getið um nýja meðferS á köldum ígerð- um eftir ítalskan prófessor nokk- urn, sem eg því rniður hefi gleymt nafninu á. Hún er í því fólgin, að dæla jodoformi og klórsúru kiníni uppleystu í io% styrkleika í klóró- formi inn í igerðirnar. Þetta er gert fyrst 5. hvern dag, en síðan sjaldnar. Eg hafði þá á sjúkrahús- inu konu um þritugt, með opna herkla í hnélið. Hún hafði 2 árum áður fengið tumor albus og var gerð resectio á liðnum í Reykja- vík, en eftir að konan kom heim. tók þetta sig upp aftur, svo að 4 —5 fistlar með miklum útgangi mynduðust utan við hnéskel og í hnésbótinni. Konan hafði þegar átt 6 börn og var vanfær, er þetta gerðist. Hún hafði áður komið heldur hart niður og ein fæðingin orðið tangarfæðing. Eg áleit rétt að gera konuna ófrjófa, og til þess að slá tvær flugur í einu höggi og losna við erfiða fæðingu undir þessum kringumstæðum, gerði eg á henni samtímis, er léttasóttin byrjaði, keisaraskurð og miðhlutun á báðum eggjagöngum. Síðan var hún á sjúkrahúsinu, eins og áður, en fistlarnir á hnénu greru ekki, þrátt fyrir venjulega meðferð með á Blönduósi. phenol-kamfóru, jodoformemulsio etc. Gekk svo á annað ár, en þá fór eg að reyna jodoform-kínin- inndælingar í fistlana, og þarf ekki að orðlengja það, að eftir nokkra mánuði voru þeir allir grónir og konan tekin við heimili sínu á ný. Eg hefi haft nokkra sjúklinga með útvortisberkla undir hendi, síðan eg kom í mína gömlu átthaga norðanlands, og hef notað þessa aðferð með mjög góðum árangri. Skal fyrst nefna ungan mann, S. V., sem hafði verið hér á sjúkra- húsinu í 8 mánuði áður en eg kom og var með mörg berklasár út frá eitlum á hálsi og í holhöndum. Þau sár og fistlar greru öll á nokkrum mánuðum og hefir maðurinn verið heill heilsu síðan. Sama sumar dvaldi hér á heimili okkar frænd- stúlka konu minnar í 3—4 vikur. Hún hafði lokaða berkla í úlnlið og hafði gengið með hendina i gibsi öðru hvoru undanfarin ár. Eg tók af henni gibsið og lét hana ganga með hendina lausa, gaf henni 4 inndælingar og lét hana svo fara heim til sín, enda var gúllinn þá að hjaðna niður. Hún tók rétt á eftir að sér forstöðu stórs heimilis og hafði verið hraust í hendinni æ síðan, er eg seinast spurði til henn- ar. —

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.