Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 6
68 LÆKNABLAÐIÐ á handlegginn, en með hreina hend- ina hélt hann svo upp í uterus. Þetta varÖveitti uterus aÖ líkum nokkuð fyrir infection, en eftir sem áÖur gátu sýklar verið fluttir upp að orificium með þessari að- ferð og féll hún brátt úr sögunni. Meðan eg dvaldi á fæÖingardeild B á Ríkisspítalanum í Höfn kom mér til hugar, að bæta mætti um gúmmívött Próf. Gammeltofts. Eg fékk því gúmmíverksmiðju Schön- ning & Arvé til að gjöra fyrir mig gúmmíhólk, og fer hér á eftir lýs- ing hans. Hólkurinn er keilulaga, þaflnig að hann hann mjókkar til annars endans og er vidd mjórri endans svarandi til hanskaops. Gildara opið svarar til aÖ taka karl- mannsarm. Lengd hólksins er 35 cm. Utan á víðari helming, skamt frá rniðju, eru í beinni línu límd- ar tvær fingurhankir með stuttu millibili, einnig úr gúmmíi. Gúmmí- ið í sjálfum hólkinum er nokkuð þykt hanskagúmmí. Við notkun brýtur maður mjórri endann inn í hólkinn — invaginer- ar hann —, því næst fer maður með vel þvegna og sterilhanska- klædda, vel sterilvaselineraða hendi inn í víðara op hólksins, sem áð- ur hefir verið steriliseraður. Með hendinni gripur maður nú um inn- brotna enda hólksins og heldur honum í lófanum og gerir hend- ina síðan sem best ísmeygilega. Setur síðan lítið eitt af sterilu vaselíni fremst á hólkinn (fing- urna). Við explorationina sleppir mað- ur með fingrunum þeim enda hólksins, sem inn í var brotinn, er komið er inn í introitus vaginae og grípur með lausu hendinni í hank- ana utan á og heldur þannig hólkn- um föstum, meðan maður ])rýstir innfærðu hendinni áfram. Við þetta veltist invagineraði endinn út og legst steril upp að vaginalslím- húðinni. Invagineraði endinn þarf að lengd til að svara til lengdar vaginae. Hanskaklædd hendin á nú að geta farið steril upp i uterus, en hólkurinn verður þá sem arm- verja. Það er ekki þörf að fara út í indicationir fyrir notkun gúmmí- hólksins hér, það leiðir af sjálfu sér. Samtímis því, sem ég lét gjöra gúmmíhólkinn, lét eg gjöra annað áhald til notkunar við exploration- ir við almennar fæðingar. Ahald ])etta er gúmmískjöldur úr nokkuð þykku gúmmíi, ca. 30 cm. langur og ca. 20 cm. l)reiður. Á honum miðjum er op, sem vel tekur tvo fingur. Á barma þessa ops er límd- ur gúmmíþumall úr venjulegu hanskagúmmíi, ca. 10 cm. langur og það víður, að geta tekið tvo fingur. Utan á þenna þumal er svo límdur renningur ca. 2 cm. l)reið- ur og 6—7 cm. langur úr óelast- isku gúmmíi. Renningurinn liggur utanvert frá opi þumalsins og fram eftir honum sem lengdin hrekkur til. Þessi renningur er settur til þess að ekki verði teygja á þuml- inum, er hann er lagður in í vag- ina. Út á rönd í lengdarmiðlínu skjaldarins eru settir hankar til að halda honum upp með. Við innlagningu þumalsins ber að athuga: 1. Að perineum sé að öllu leyti desinficerað, sem völ er á og venja er til. 2. Komið getur til mála að sprauta upp í vagina sem venjulega á undan vaginal explorationum upplausn af mercurochromi, eða öðru jafngildu. Þó vil ég telja, að í þessu tilfelli geti það verið vafasamt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.