Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 11
LÆKNAB LAÐ IÐ 73 að glepja slíka menn. Var eg jafn- vel eitt sinn spurður að því af að- standendum, hvort vert væri, að láta hann halda áfram með námið. Eg svaraði því afdráttarlaust játandi, og sú varð raunin á, að hann tók allgott próf og gerðist síðan vel metinn læknir. Nú var hann kominn á sína réttu hillu og þ'að mun víst, að hann rækti læknisstörfin af alúð og á- huga og fylgdist vel með í sinni grein. Hann gekk t. d. heilt ár á spítala, fleirum árum eftir að hann tók próf. Ungi gleðimaðurinn varð að áhugasömum lækni og iðju- manni. Tvö áhugamál hafði Þ. auk lækn- isfræðinnar: f jallaferðir og mál- aralist. I sumarfríum sinum ferð- aðist hann víðsvegar um álfuna og gekk upp á hæstu fjöll, en hvergi var honum jafn tíðförult og um Lappland. Hann kannaði þar ó- hygðir sem vísindamaður, og fanti jafnvel færar leiðir, sem áður voru óþektar. Á ferðum sínum, og þeg- ar heim var komið, skrifaði hann löng rit um ferðalögin og skreytti þau með fjölda pennateikninga og vatnslitamynda. Þessi veit eg um: x) Um rannsóknir sínar í Lapp- landi skrifaði hann rit i 2 bindum með 1400 myndunx og gaf það sænska ferðafélaginu. Annað ein- tak gaf hann danska landafræðis- félaginu og þriðja fósturdóttur sinni. 2) Um Islandsför sína 1936 skrifaði hann allstórt rit með 256 myndum og mörgum kortum. Hann gaf það sænska fjallafélaginu. 3) Um fjallgöngnr allmikið rit. Geíið sænska fjallafélaginu. 4) Ferðasögur. Eign Helga Jón- assonar frá Brennu. Ef læknar sæu rit þessi myndu þeir undrast. Þau eru skrifuð með listalegri rithönd á finasta pappir í arkarbroti, full af handteiknuðum myndum og málverkum. Þórður héitinn fékk krabbanxein í vör fyrir 8 árum. Það var tekið. Fyrir rúmum 2 árum fékk hann samskonar mein í góminn. Stór op- eration. Tók sig upp í hálseitlum. Röntgen. Tók sig aftúr ;upp og dró til dauða. Þórður bar sjúkdóm sinn með dæmafárri karlmensku og sálarró og gegndi læ.knisstörfum nál. til dauðadags. Hann kvaðst ekki trúa á persónulegt lif eftir dauðann, en vera hinsvegar sann- færður urn, að eitthvert andlegt afl stæði að baki tilverunnar, væri hennar fons et origo. Rétt fyrir andlátið skrifaði hann mér þessar linur með blýant og var eitt orðið lítt læsilegt: „Næstum moribundus af .... cor. Vale“. — Þ. G. G. H. Smágreinar og athugasemdir. Framhaldsmentun lækna Aldrei hafa læknunx boðist slik kostakjör til framhaldsmentunar eins og á siðustu árum. Lands- spítalinn hefir boöiS ókeypis gisti- vist og nokkrir héraSslæknar hafa notiS þetta góSa boS. A VífilsstöS- urn hafa þeir átt kost á ókeypis plássi, en lítt hefir þaS veriS not- aS. Þá vildi eg minna á, aS héraSs- læknar eiga kost á 2—3 mánaSa ókeypis dvöl á góðum sjúkrahús- um í Danmörku. Er nú langt liS- iS síSan nokkur hefir sótt um þessi pláss. Er virkilega enginn héraSs-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.