Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 14
76 LÆKNAB LAÐ IÐ töng, nema kjafturinn er helmingi breiÖari og ætla'ður til að klípa um langa fellingu höfuðleðursins. Dr. G. v. Páll, greinarhöfundur- inn, sem er einn af þeim fáu lækn- um utan Bretaveldis, sem hefir not- að þessa nýju töng. telur hana hafa margt til síns ágætis í vissum til- fellum, svo sem við placenta præ- via til blóðstöðvunar og til að herða á hríöum viö alla adynami. Enn- fremur við mb. cordis, við tub. og ecclampsia, þegar ríði á fljótu ac- couchement, án þess að ofþyngja konunni með meiri háttar tangar- taki, upp á gamla móðinn. Að vísu kemur töngin ekki að gagni við plac. prævia totalis, en við partialis er hún öruggara hæmostaticum en Chamjjetier de Ribes-belgur og pi- tuitrin, og ólíkt hættuminni en vend- ing. Hann segist geta komið tönginni að, ef orificium sé aðeins gómvítt. og hann getur, með þvi að toga i höfuðið, hindrað, að legvatnið renni, þótt himnur skaddist við klipið. Loks segist hann hafa mjög gagn- ast af tönginni, til að draga fram höfuðið við scctio cacsarca. Hann hrósar tönginni fyrir j)að, út af fyrir sig, hve hún örfar hríð- ir, þegar við og við er kipt í. (Centralbl. f. Gynecologie. oct. 1936). P. S. Þegar eg fyrst las um Willetts töng, í Brit. med. Journal, fyrir nokkrum árum, mintist eg okkar yfirsetumanna foröum.sem áttu aö hafa fundið upp á j)vi, að draga barnið fram „á seil", j). e. með því að stinga beinnálinni gegnum fell- ingu á höfuðleðri barnsins og draga skinnól á eftir. Það fylgdi sögunni. að Sigurður prestur eldri Gunnars- son, á Valj)jófsstað, hefði fyrir slíka hjálp séð dagsins ljós. Um ])etta hefi eg áður ritað í Lækna- blaðinu (1912 eða 1918). og j)ar einnig getið um yfirsetukonu í Svarfaðardal, sem fann upp á |)ví, að nota lóðaröngul til að draga kóð- ið fram. — Það má stæla um, hvaða vit hafi verið i þessu og hvaða gagn hafi af hlotist, en eg fyrir mitt leyti, vil gjarnan trúa j)ví, að örfun hriða megi eins vel takast og jafnvel fult eins hættulítið, með ])essum fram- dráttaraðferðum, eins og fyrir til- stilli játuitrins. Og eg vil halda, að Willetts töng muni bráðum verða býsna móðins víðar en á Bretlandi. Stgr. Matth. Berklaveiki í gömlu fólki. Flestir læknar munu hafa rekiö sig á berklaveik gamalmenni meö berklasýklum í uppgangi, en eigi að siöur svo góöri heilsu, að enga grunaði neitt. Þetta er líklega al- mennara en menn vita og rnikil hætta á aö slikir sjúklingar smiti aðra. Próf. H. E. Anders (Berlín) hefir fundiö, aö 10% dáinna á 50 —60 ára aldri eru berklaveikir. Sjúkdómurinn sýnist allajafna l)yrja á 40—50 ára aldri og fer svo hægt, aö sjúklingarnir halda sig heilbrigöa. Þeir hósta lítið hafa lágan hita eöa engan og vinna sem heill)rigðir. Mest kveö- ur að sjúkdómnum í miöju lunga, sjaldan i lungnabroddum. Sjúkl. eru oft afar eöa ömmur og er þá barnabörnum þeirra hætta búin. Svo hættulegt telur próf. Anders. þetta vera, aö hann leggur til aö allir, sem eru 50 ára eða eldri, láti skoöa sig meö Röntgengeisl- um meö hæfilegum millibilum. Hvernig er svo ástatt með þetta hjá oss? Það er áreiðanlega alvar- legt mál ef 10% manna 50—60 ára eru sjúkir og smitandi. (Hyg. Rev. 15./2. ’37).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.