Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 79 þessum liáskalega kvilla. BlóÖvatn úr sjúklíngum í afturbata sýnist hafa litil áhrif, og bólusetning Brodic meÖ veikluðu apavirus geta fæstir hagnýtt sér. Það væru því mikil gleðitíÖindi, ef eitthvert ráð fyndist til þess aÖ verjast þessu fári. Eins og kunnugt er, er sóttriæm- ið ósýnilegt ,,virus“ og tiltölulega lífseigt. ÞaÖ lærst með úÖasmitun upp í nef og andfæri og fer úr nefinu, eftir lyktartauginni, upp í taugakerfið. Séu lyktartaugarnar skornar (apar) sýkjast dýrin ekki, þó smituð séu. Þessi uppgötvun um feril sótt- næmisins leiddi til ])ess, að amer- iskir vísindamenn reyndu aÖ hafa þau áhrif með lyfjum á lyktarsvæði nasanna, að virus gengi ekki gegn- um það. Sérstaklega voru ýms barkandi lyf reynd, görfunarsýra, álún o. fl. Schultz og Gebhardt (Stanford University) fundu þá, að zinksulfat var sérstaklega á- hrifamikið að þessu leyti. Þegar i % uppleysingu var ýrt á slímhúð- ina, tvisvar eða þrisvar með eins dags millibili, tókst ekki að -sýkja apana og það i mánaðartíma á eft- ir ýringunni. Þetta var alls reynt á 240 öpum, en 300 voru hafðir til samanburðar. Alveg einhlýtt reyndist þó zinkvatnið ekki. Eitt sinni fengu t. d. 12 apar þessa zinkmeðferð. Eftir viku voru þeir smitaðir með .ivirus 5 sinnum á hverri viku í 7 vikna tíma. Zink- meðferðin var endurtekin ýmist eftir 2 eða 4 vikur og smitun hald- ið áfram mánuð eftir síðustu með- ferð. Tvö af dýrunum, sem fengu zink sýktust og drápust, en öll sam- anburðardýrin (11). Vegna þess hve erfitt er að kom- ast að lyktarsvæðinu á mönnum þarf að nota sérstaka pípu, sem færð er upp i nösina, og gengur ýringixrinn gegnum hana. Þá er og deyfiefni (pontocain 0.5%) sett í uppleysinguna til þess að minka ýf- inguna af zinkinu. Auðvitað er þessi aðferð alger- lega hættulaus, en hver áhrif hefir ]>á zinkið á lyktina? Hún sljóvgast í bili eða hverfur, en nær sér til fulls eftir 1—2 vikur. Að svo komnu hafa ekki verið gerðar tilraunir á mönnum, en vafalaust verður þessi aðferð reynd til þess að verja menn veikinni, þar sem faraldrar ganga. (AÖall. eftir Hyg. rev. 15. ág. '37). Fréttir. Frá útlöndum eru nýkomnir: Próf. Jón Steffensen, sem dvali'ð hefir 2 mán. í Danmörku og Eng- landi, Próf. Guðm. Thoroddsen, aöallega í Danmörku og Svíþjóð, Gunnlaugur Einarsson, einnig í Danm. og Svíþjóö, en var auk þess á norrænum hálslæknafundi í Helsingfors. Árni Pétursson er og nýkominn frá ítalíu og Englandi og Bjarni Snæbjörnsson frá Þýskalandi. Björgvin Finnsson hefir veriö viöurkendur sérfæðingur i fysio- thera])i og hefir opnaö lækninga- stofu i Miöstræti 3, Rvík, þar sem Jón heit. Kristjánsson áöur hafði lækningastofur sínar. Yfir 20 læknar úr Læknafélagi íslands heimsóttu Ólaf Finsen héraöslækni á Akranesi, er hann varð 70 ára í sl. mán. St. Jóseps spítali í Stykkishólmi kvaö standa mikið til auöur. Er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.