Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGITÓMASSON, SIG. SIGURÐSSON, JÓH. SÆMUNDSSON 23. árg. Reykjavík 1937. 6.-7. tbl. """ Periarthritis humero-scapularis. Eftir Björgvin Finnsson. (Frá Folkekuranstalten ved Hald, pr. Viborg, Danmörku. — Yfirlæknir: Dr. Holger Jacobsen). Periarthritis humero-scapularis, sem í daglegu tali kallast stirS e'Öa stíf öxl ,er sjúkdómur, sem frek- ar lítið hefir veri'Ö ritaÖ um og mjög lítiö' getiÖ um i hinum venju- legu læknabókum. Þetta er þó all- algengur sjúkdómur, og hafði ég, meðan ég dvaldi á Folkekuranstal- ten ved Hald, gott tækifæri til þess að sjá marga sjúklinga með sjúk- dóm þennan og taka þátt í með- ferðinni á honum. Ennfremur datt mér í hug ný meðferð — tractions- meðferð ad modum Bramson — á sjúkdómi þessum, og veit ég ekki til þess að meðferð þessi hafi ver- ið notuð fyr, en hún er nú notuð á Folkekuranstalten ved Hald. Periarthritis humero-scapularis, er eins og getið hefir verið all- algengur sjúkdómur og veldur oft orkumissi, en aftur á móti í flest- um tilfellum læknanlegur, ef rétt meðferð er notuð. Árið 1872 skrifaði franskur skurðlæknir í París, Duplay að nafni, fyrstur manna um sjúkdóm þennan og nefndi hann Periarth- rite scapulo-humerale. Áleit hann, að þetta væri sjúkdómur í band- vefnum umhverfis axlarliðs-liðpok- ann og í nærliggjandi slimpokum — bursae. — Aðaleinkennin voru verkir i öxlinni og minkuð abduc- tion. í fyrstu álitu menn að þetta stafaði af trauma, síðar að sjúk- dómurinn gæti komið fyrir án nokk- urrar finnanlegrar ástæðu, og loks að sjúkdómur í bursae, bursitis subacromialis og subdeltoidea, væri það mikilsverðasta. Einkum hafa Ameríkumenn hallast að þessari skoðun, og álíta þeir, að sjúkdóm- urinn byrji sem acut bursitis, sem breytist seinna í periarthritis hum- ero-scapularis. Með röntgenmynd- um fundu menn svo skugga út frá caput humeri og tuberculum majus og álitu þetta vera kölkun í bursae — bursitis calcaria, og hugðu þá að hér væri um að ræða kalkgigt. Ennþá hallast menn að því, að sjúkdómurinn myndist helst í band- vefnum og í slímpokunum í kring um axlarliðinn, eða í periarticulera vefnum, pseudoliðnum, sem sumir segja. í víðri merkingu mætti telja peri- articulera vefinn allan þann vef, sem liggur fyrir utan liðpokann, alla leið út í húð, bandvef, taugar, æðar, kirtla, sinar, sinaslíður, vöðva, fascíur og slímpoka. Sjúk- dómurinn getur því verið bundinn við einhvern af þessum vefjahlut- um, þótt bandvefurinn umhverfis

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.