Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 8
86 LÆICNAD LAÐIÐ pokum, vö'Övum og sinum, hclstir þcirra eru: bursitis subdeltoidca, subacromialis og fleiri, myogelosis, tendovaginitis í caput longum bi- cipitis medialis, myositis luetica, myositis ossificans og trichinosis. Síðasttöldu þrjá sjúkdóma mun ekki vera sérlega erfitt aÖ þekkja, sérstaklega ef blóðrannsóknir, röntgen eða microscopi er teki'ð til hjálpar. Hinir sjúkdómarnir eru oft greindir í sundur, þótt allerfitt sé. Mér finst ekki ástæða til þess að greina þá frá periarthritis hum- ero-scapularis, þar sem sjúkdómar þessir leiða mjög oft til periarth- ritis humero-scapularis, og þar sem meðferð þeirra er sú sama og vi'Ö sjúkdóm þennan, að minsta koiti á hinum meira acut stigum. Thcrapia. Á acuta stiginu á að leggja handlegginn í alxluctions- umbúðir og dálítið roteraðan út á við. Byrja strax á hitameðferð, t. d. er gott að nota langbylgjugeisla- lampa i hálfan tima 2—3svar á dag,' einnig er gott að nota heita Ijakstra. Seinna má nota langbylgju- eða stuttljylgju-diathermi í 20 mín- útur daglega, þar á eftir létt nudd (effleurage) til þess að flýta fyrir resorption og hindra stasis. Eftir eina viku má gefa aktivar og pass- ivar liðhreyfingar. Gæta verður að liðhreyfingarnar séu rækilega og samviskusamlega gerðar, því að þær eru svo stór liður í þvi, að hindra að öxlin verði stíf. Ekkert er á móti því, að byrj a strax á léttu nuddi (effleurage) í ca. 5—7 mínútur og leggja svo handlegginn í abductions-umbúðir í 12—24 klukkutíma með öxlina vel reifaða í heitum ullardúkum. En þessa aðferð munu þó fáir nota. Létt nudd og varlegar liðhreyfing- ar er einhver 1)esta hjálpin við arti- culer og periarticuler trauma, en aftur á móti ein þeirra meðferða, sem mest er vanrækt. Ef þessara nefndu aðgerða er vel gætt, er í flestum tilfellum hægt að hindra, að sjúkdómurinn verði langvarandi eða chroniskur. A chroniska stiginu verður að- gerðin auðvitað all-frábrugðin þeirri, sem nefnd hefir verið. Eins og áður hefir verið getið, er það liðhreyfingin, sem er hindruð, en minna ber á verkjum. Iiin hindr- aða liðhreyfing stafar eins og kunn- ugt er af samvöxtum í periarticul- era vef axlarliðsins. Það er Jm á- ríðandi mjög, að losa Jjessa sam- vexti. Til J)essa liafa verið notaðar ýmsar aðferðir, mismunandi góðar, með mismunandi árangri, mismun- andi þægilegar fyrir sjúklinginn og hafa J)ær tekið mismunandi lang- an tíma. Hér verður aðeins getið um helstu aðgerðirnar, sem notaðar eru, en dálitið nánar verður getið um aðferð ])á, sem mér datt í hug að nota við sjúkdómi þessum. Ef samvextirnir eru nýmyndaðir, ráðleggur dr. Morton Smart, að nota faradiskan straum á vöðvana, sem hreyfa axlarliðin. Ætti þetta sumpart að hreyfa liðinn. en einn- ig með smá-samdrætti í vöðvajíráð- unum, að hindra hina hættulegu stasis í periarticulera vef axlarliðs- ins. Einna þektasta aðgerðin mun vera brisement forcé, og verður henni því lýst hér dálítið nánar. Brisement forcc. Hugmyndin með aðgerð Jæssari er að rífa fljót- lega í sundur hina fíbrösu samvexti í periarticulera vef axlarliðsins. Sjúklingurinn er látinn liggja flatur á bakinu og er svæfður ann- að livort með chloræthyl eða aether. Læknirinn fixerar nú scapula með annari hendinni, en með hinni hend-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.