Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 10
88 LÆKNABLAÐIí) um. Til þess aÖ horni'S héldist íast á húðinni, var þvi lokað, annað- hvort með því að þrýsta fingri á opið eða loka því með vaxi, sem „læknirinri", eða sá,.sem koppsetti, hafði látið í munn sér, áður en hann saug hornið fast á húðina. Næst voru gerðar sogskálar úr málmi, t. d. bronze, kopar og jafn- vel úr silfri og gulli, glerskálar voru einnig notaðar. Grundvallarskilyrðið til þess að sogskálar haldist fastar á húðinni, er, að loftþynning verði innan í þeim, en til þess notuðu menn hita, t. d. var kertaljós látið loga undir sogskálunum, og voru þær svo sett- ar á húðina í mesta flýti. Til þessa þurfti allmikla leikni og æfingu. Enn seinna fóru menn að nota sogdælur, sem settar voru i sam- band við málmsogskálar. Eftir því sem tímar hafa liðið fram, hafa slíkar sogdælur og sogskálar verið endurbættar mjög, svo að nú er lít- ill vandi að koppsetja, eða festa sogskálar á húðina. Nú á tímum eru notuð ýmiskon- ar sogskála-áhöld, sumpart úr gleri, sumpart úr málmi. 1 Danmörku hafa mest verið notaðar og eru not- aðar sogskálar ad modum Bramson. Áhaldið er sett saman af 2 mis- munandi stórum málmsogskálum og einni málmsogdælu. Sogskálarn- ar eru úthúnar með höldu, svo að hægt sé að lyfta og toga þær upp með húðinni og vefjunum undir, svo að hægt sé eins og að elta vef- ina með þeim, sömuleiðis til þess að auðveldara sé að renna scgskál- unum eftir húðinni. Á þeirii er einn- ig ventill, sem hægt er að opna eða loka, eftir því, sem þörf gerist. Það er því hægt að stjórna því, hve mikil loftþynning er innan í sogskálunum. Sogdælan er fest á sogskálarnar með mjórri gúmmí- slöngu. Ventillinn á sogskálunum er fyrst hafður opinn, og er loftinu því næst dælt út úr sogskálunum með sogdælunni. Þegar nægileg loftþynning er orðin í sogskálinni og hún situr föst á húðinni, er ventlinum lokað. Best er að bera einhverja feiti- tegund á húðina, áður en sogskál- arnar eru settar á, haldast þær þá betur loftþéttar við húðina og renna betur eftir henni, ef þess er óskað. Ýmist eru sogskálarnar látnar liggja nokkurn tíma á húðinni, eða þeim er rent eftir henni, eða þá að vefirnir eru eltir með þeim. Sogskálameðferð getur verið tvennskonar, eftir því, hvort ósk- að er að sjúga út blóð eða ekki. Hér er aðeins og verður aðeins, átt við þá aðferðina, sem ekki hefir í för með sér að sjúga út blóð, þur sogskálameðferð mætti það kallast. Þegar sogskálarnar eru sognar fastar á húðina, lyftist hún ásamt vefjunum undir, upp í sogskálar- hvelfinguna. Þegar þær hafa legið á húðinni i nokkurn tíma, verða ýmsar hreytingar á húðinni. Hún verður rauðleit, stundum nokkuð rauðblá á litinn, oft sjást smáblæð- ingar og oedematösar húðhreyting- ar, jafnvel geta komið smáblöðrur. Staðurinn verður heitur, hyperæm- iskur og hlóð og lympha streymir frá dýpri lögunum út í húð. Menn segja að rauðblái liturinn verði miklu meira áberandi, ef sjúkling- urinn hefir einhverja æðasjúkdóma með stasis og þar af leiðandi mót- stöðuminni eða veiklaðri capiller- ur, svo að ldóð og lympha kemst á auðveldari hátt út í vefina. Sagt er, að þegar hlóðið og lym- phan hefir resorberast, geti það verkað sem „reiztherapia“.' Einum eða tveimur dögum seinna, þegar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.