Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 11
LÆKNABLÁÐlí) 89 hypenemiski staÖurinn er að hverfa, finst vefurinn viÖ palpation venju- lega miklu mýkri en áÖur. Mest hafa sogskálar veriÖ not- aÖar við ýmsa rheumatiska sjúk- dóma, sem hafa í för með sér eymsli, herslu og spennu — myo- gelosis — í vöðvum og subcutis, og hafa sogskálar einkum verið settar á lendar, bak, herðar og háls. Aumu, föstu staðirnir eru ])á leitaðir uppi með palpation og sog- skálarnar svo settar þar á. Það er alkunna, að slík sogskála- meðferð mýkir vefina og dregur úr verkjum og eymslum sjúkling- anna. Það sést því, að sogskálarnar hafa i för með sér hyperæmi, mýkja vefina, draga úr verkjum og geta ef til vill verkað sem ,,reiztherapie“. Sagt er, að einnig verði leucocytosis á staðnum, sem sogskálarnar eru settar á, og þannig aukin vörn. En hér með er ekki alt talið. Með sogskálum getur maður líka elt vef- ina, teygt á samvöxtum og smátt og smátt slitið þá í sundur, en á mildari hátt fyrir sjúklinginn en við brisement forcé. Þar eð reynslan hafði sýnt mér, hve miklir verkir voru í för með brisement forcé fór eg, eins og áður er getið, að hugleiða, hvort ekki væri unt að losa þessa samvexti í periarticulera vef axlarliðsins á mildari hátt. Fór eg því að reyna að setja sogskál- ar á sjúklinga með j>eriarthritis humero-scapularis, og komst brátt að því, að aðgerð þessi gafst ágæt- lega. Allir sjúklingarnir gátu vel þolað aðgerðina, og þeir, sem reynt höfðu báðar, lirisement forcé og sogskálar, voru miklu ánægðari með sogskálarnar. Hreyfingin í öxl- inni varð fljótlega betri og betri og batnaði með viku hverri. Eftir ca. 4—6 vikur má segja, að hreyfing- in hafi verið óhindruð. AÖgerð þessi tekur því ekki lengri tíma en brissement force, nema síður sé. Með leyfi yfirlæknis- ins á Folkekuranstalten ved Hald, var aðgerð þessi því tekin þar upp, og er notuð með góðum árangri. Áður hafði brisement forcé verið notað þar allmikið, en var nú lögð niður. Ekki er svo að skilja, að aðferð þessi, ein út af fyrir sig, nægi, heldur á hún að vera einn góður og mikilvægur liður í meðferðinni á periarthritis humero-scapularis, líkt og brisement forcé. Aðgerðin. Sjálf aðgerðin er mjög einföld og létt að framkvæma. Sjúklingurinn situr á stóli, með handlegginn beygðan í olnboganum og hvílir handleggurinn á borði, sem stendur við hlið stólsins. Það er hér sem annarstaðar við nudd- meðferð áríðandi, að sjúklingurinn hafi alla vöðva sem máttlausasta eða linasta. Á undan sjálfri aðgerð- inni er ágætt að láta langbylgju- lampa verka á öxlina í 10 mínút- ur, húðin þar á eftir fljótlega þveg- in með kaldri, rakri þurku, en það eykur hyperæmi á staðnum. Nú er húðin í axlarlið-regioninni vand- lega smurð með palmin feiti, og eru svo sogskálarnar settar yfir m. del- toideus, sem og frarnan og aftan á öxlina, og niður með ytri rönd- inni á scapula. Ekki er rétt að setja sogskálarnar upp í sjálfa axilla, vegna kirtlanna þar. Þegar sogskál- arnar hafa verið settar á þann stað, sem óskað er, er loftinu dælt út úr þeim með sogdælunni, og þegar nægileg loftþynning er fengin, er ventlinum á sogskálinni lokað og dælan tekin úr sambandi. Sogskál- in stendur nú föst á húðinni. Tek- ið er nú í sogskálarhölduna, og er sogskálin toguð upp eins mikið og hægt er, eða eins mikið og sjúk- lingurinn þolir. Ýmist er sogskál-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.