Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 16
( 94 LÆKNAB LAÐ IÐ Nyjustu grundvallar-reglur fyrir mataræði manna. Eftir ILclga Tómasson. Þýðing niataræ'ðisins er or'ðin svo mikil aö óhjákvæmilegt er fyr- ir alla lækna að fylgjast með fram- förum á því sviði svo sem frekast er unt. Eg vildi þess vegna benda læknum á ný útkomin þýðingar- mikil rit um þetta efni. Lcaguc of Nations: The Problem of Nutrition: Vol. I: Interim Report of the Mix- ed Committee. — No. A. 12. 1936. II. B. 3. Juni 1936. Vol. II: Report on the Physiologic- al Bases of Nutrition, hy the Technical Commission of the Health Conunittee. — No. A. 12. (a). 1936. II-B. 4. June 1936. Vol. III: Nutrition in v^rious Countries. — No. A. 12. (b). 1936. II. B. 5. June 1936. Vol. IV: Statistics of Food Prod- uction, Consumption and Prices, (Documentation prepared by the International Institute of Agri- culture). — No. A. 12 (c). 1936. II. B. 6. June 1936. The Relation of Nutrition to Health, Agriculture and Econo- mical Policv, (Final Report of the Mixed Cimmittee of the Le- ague of Nations). — No. A. 13. 1937. II-A. Aug. 1937. Nefnd Þjóðabandal. um þessi mál, sem setiÖ hefir á rökstólum undanfarin tvö ár, hefir nýverið gefið út lokaskýrslur sínar. Má tví- mælalaust telja þær eitt merkilegasta rit, sem komið hefir út um matar- æði og næringu mannanna, athugað frá öllum sviðuiti, heilsufræðislegu, landbúnaðar- og ]>jóðhagslegu. Allar skýrslurnar eru um S—9 hundruð blaðsiður og mikið af töfl- um í þeim. Það er því nokkuð sein- lesið alt saman. Eg tel það samt alveg ótvirætt borga sig fyrir alla þá okkar á meðal, sem hafa virki- legan áhuga fyrir þessum málum. Þjóðabandalagið hefir með þessu reist sér óbrjótanlegan minnis- varða og sýnt ennþá einu sinni hve feikna miklu það getur áorkað í heilbrigðismálum og þar með til heilla fyrir allar þjó'ðir. Skýrslurnar eru í 5 bindum, 4 bráðabirgðar hefti og ein loka- skýrsla. Á 16. fundi Þjóðabandalagsins 1935 var samþykt að setja á lagg- irnar alhliða nefnd til rannsóknar á mataræöi og næringu þjóðanna. í hana voru skipaðir víðkunnir menn. sérfróðir á sviði landbún- aðs, þjóðhags- og heilbrigðismála, auk fulltrúa frá öðrum alþjóða-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.