Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 23
LÆKNÁBLAÐIÍ) 101 Þessi skamtur af verndandi fæðu mundi svara til 1440 hitaeininga, innihíilda 77 gr. eggjahvitu, 1,6 gr. kalsíum, 1.7 gr. fosfór, 10.2 mgr. járn, hæfilega miki'Ö af joÖi, meira en 5000 einingar A-vitamín og nieira en 150 Bi-vitamín, meira en nægilegt B2-vitamín, yfir 500 ein- ingar C-vitamín, um 300 einingar af D-vitamíni. Auk þessa þarf konan af orkugefandi fæðu: Mjöl- meti, ca. 250 gr., annaö hvort gróft eða fínt malað, svarandi til 1000 hitaeininga, auk þess fitu og sykur, eftir því hva'Öa verk konan vinnur. TAFLA VII. B'órn á fyrsta ári. Æskilegt er að börnin séu á brjósti fyrstu 8—9 mánuöina. En jafnvel þó aö móöirin hafi full- nægjandi fæði, er æskilegt aö barnið fái scm viðbót: 1) Lítilsháttar ávaxtasafa, ein- hverskonar, sem gefi C-vitamín. 2) Ef ekki er sólskin og sumar, daglega lítiÖ eitt af lýsi, smá- stígandi frá 2—3 dropum upp í alt aÖ því teskeið á dag. Annað mataræði. Ef ekki er unt að hafa barið á brjósti, á mjólk að vera grundvallar-atriði í matar- æði barnsins og við það bætt A-, C- og D-vitamíni. Sé aðeins hægt að hafa barn á brjósti að nokkru leyti, á viðbótarfæðan að vera mjólk, að viðbættum hæfilegum verndandi fæðutegundum. Til þess að forðast smithættu úr mjólk, er ráðlegt að hún hafi verið pasteur- iseruð eða aðeins soðin. Til að fyrirbyggja lilóðleysi hjá börnum, er ráðlegt að byrja snemma, t. d. í ’þriðja eða fjórða 'mánuði, að gefa barninu eitthvað ]>að, sem inniheldur járn. Best er lítilsháttar cggjarauða, gulrótar- eða græn- metis-stappa. í einstaka tilfellum þarf læknir beinlinis að gefa járn- sölt. Járnforði barnsins, sem það fæðist með, er uppbrúkaður um það leyti sem það er 6 mánaða og mjólkin inniheldur tiltölulega lítið af því; þess vegna er ef til vill æskilegt að bæta því við. Börn, sem fæðast fyrir aldur eða eru þroskaðri en gerist og gengur, hvort heldur þau eru á brjósti eða fá aðra fæðu, hafa ennþá meiri þörf fyrir viðbót af fjörefnum og steinefnum en önnur börn og á þá að byrja með þessa viðbót nokkr- um dögum eftir fæðinguna eða fyrstu dagana eftir hana. Tilbúin sterk D-vitamín lyf má alls ekki gefa, nema undir lækniseftirliti, til þess að forðast að gera skaða með þéim. Mjölmcti. Það er ráðið frá þvi að gefa börnum mjölmeti fyrir 6 mánaða aldur. Eftir þennan aldur, 6 mán., er einkum mælt með kart- öflum, hæfilega stöppuðum, að öllu eða mestu leyti í staðinn fyrir mjöl- meti. Mjólk. Mjólk, sem inniheldur 3—3/4% af fitu, er álitin vera heppilegasti styrkleikinn fyrir barnamjólk, þar eð mikil fita get- ur truflað meltinguna og valdið Jiví, að börnin þoli illa fitu síðar meir. Almennar athugasemdir. Æski- legast er, aö um 1400 hitaeiningar af öllu, sem maðurinn fær, séu af verndandi fæðutegundum. Fyrir fullorðna, aðra heldur en konur, sem eru ófrískar eöa hafa börn á brjósti, má minka verndandi fæðutegundirnar nokkuð um tíma, ef nauðsyn krefur, t. d. af fjár- hagslegum ástæðum. Fyrir vaxandi börn er æskilegt að ávalt sé sem mest af verndandi fæðutegundum í mat þeirra. Þó að einfalt matar- æði geti verið gott og fullnægjandi, þá er yfirleitt æskilegt að hreyta talsvert til frá degi til dags, þó að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.