Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ með fiskiveiðar okkar íslendinga sem stendnr, þá er þó varla ástæða til að örvænta um þær, þar eð all- ar stærstu þjóðir Evrópu o. fl., ein- mitt skortir fisk í stórum stíl, og mun skorta ennþá meir, Jægar hin nýja þekking á þýðingu mataræð- isins verður almennari í löndunum og gildi fiskjarins fyrir mataræði þjóðanna verður almenningi ljóst). Framleiðendur og neytendur finna oft til þess, hve munurinn er mjög stór á smásöluverðinu og því verði, sem framleiðaudinn fær fyr- ir matvælin. Nefnd Þjóðabanda- lagsins hefir rannsakað þetta mál og bent á ýmislegt i því sambandi. Vegna þess, hve mörgum af hin- um svonefndu verndandi fæðu- tegundum er hætt við að skemmast, er kæling á þeim og geymsla mjög þýðingarmikið atriði, og fljótur og hentugur flutningur. í sumum lönd- um hafa neytendafélög eða stað- greiðslubúðir getað lækkað útsölu- verðið nokkuð og sama er að segja um ávaxta- og grænmetismarkaði í markaðsskálum, þar sem framleið- endurnir sjálfir selja vörur sínar. Á mörgum útsölustööum gæti ver- ið meiri afgreiðsla, svo að ef sal- an ykist í þeim stöðum, sem fyrir eru, væri oft unt að lækka smásölu- verðið nokkuð. Vmiskonar tollar eru í sumum ríkjum, til þess að styðja aðalat- vinnuvegina, landljúnaðinn eða sjávarútveginn, og koma þar vitan- lega ýmsir staðhættir og stjórnmála- stefnur til greina. Nefndin bendir á, hve mjög verð á sömu matvælategundum geti ver- ið mismunandi í nágrannalöndum, og skorar á stjórnir allra landa, ]jar sem verð á einhverjum mikilvægum matvælateguudum er óeðlilega hátt, að taka til alvarlegrar yfirvegunar, hvort virkilega liggi hráðnauðsyn- legar átsæður til þess að svifta mik- I05 inn hluta landsmanna, og þaö einkum þeim efnaminni, þeim hagshótum, að geta keyjú ódýr ínatvæli, eSa tiltölulega eins ódýr og í nágrannalöndunum. Hvert land ákveður auðvitað s'ma stefnu í verslunarmálum. En Þjóða- Ijandalagið skorar á menn að að- hyllast a. m. k. þá grundvallarskoð- un, að fullnægjandi mataræði fyrir alla þjóðina sé eitt atriði, er ákveði stefnuna i verslunarmálum. Eg hefi nú gert stutta grein fyr- ir þessum skýrslum Þjóðahanda- lagsins. Það gæti verið freistandi að spyrja, að hve miklu þetta á erindi til okkar íslendinga? Er mataræði okkar ábótavant og heilsufarinu af þeim ástæðum? Ýtarlegar rannsókn- ir á þessu liggja ekki fyrir, en lít- ið er sennilegt að ástandið hjá okk- ur sé öllu betra en í öðrum lönd- um, þar sem það hefir verið rann- sakað.Einstaka ritgeröir hafa birst sem benda á að veilur séu í matar- æði okkar, og við nánari ihugun, í ljósi hinnar nýju þekkingar á þess- um málum, virðist ljóst, að mat- aræði okkar er í ýmsu ábótavant. Persónulega tel eg mig muni hafa séð allmörg dæmi um sjúkdóma, sem stafa af ófullnægjandi matar- æði, a. m. k. sjúkdóma, sem taldir eru stafa af skorti á vitaminunum A, Bi, B2, B3 (B4?), C, D. E. Á Nýja spítalanum á Kleppi höf- um við síðastliðið ár keypt bæti- efni fyrir um 1500 krónur. Þó höf- um við ætíð lagt talsverða áherslu á, að hafa fæðið ,,fullkomið“, sam- kvæmt nýjustu kenningum, og þá fyrst og fremst neytt mikillar mjólk ur. Sjúkdómar fyrir óíullnægj- andi mataræðis sakir koma hér, eins og í öðruni löndum, jafnt íyrir hjá öllum stéttum þjóð- félagins, og ekki hvað síst að því

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.