Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 29
LÆICNABLAÐIÐ Í07 un mjölmatar, og sennilega einnig lendinga, vegna hins kalda lofts- sykurs, sem þó er a'S mörgu leyti lags hér. hentugur orkugjafi fyrir okkur Is- Úr erlendum læknaritum. Greining á mænusótt. HeilbrigSisstjórn Bandaríkjanna gefur þessar leiöbeiningar um hana — áöur en lamanir koma í ljós: 1. Sjúkl. á erfitt meö aö beygja höfuöið fram á viÖ, kennir þá til og einnig viö „passiv“ beygingu. Reisi maöur heröar upp leitar höf- uöiö aftur á bak og sjúkl. á erf- itt meö frambeygingu. Hann getur ekki „kysst á hnén“. 2. Sje sjúkl. (eldri börn) látinn sitja og krossleggja höndur á brjósti, kann hann að gera það snöggvast, en styður fljótt hönd- unum á rúmiö, svo minna reyni á hrygginn. 3. Ef hryggur er óeölilega stíf- ur og erfitt aö beygja höfuðið fram á við, sje jafnframt höfuð- verkur og hiti, þá er full ástæöa til þess að búast viö mænusótt og láta ekki dragast að rannsaka mænuvökva. — Stjórnin hvetur til aö nota blóðvatn úr mönnum á afturbata og vill láta einangra sjúkl. í 6 vikur. (J. am. ass. 10/4.) Fréttir. Læknishéruð: S v a r f d æ 1 a- h é r a ö hefir veriö veitt Stefáni Guönasyni. — Dalahérað: Umsóknarfrestur var útrunninn 24. des. — Ö g u r h é r a ð : Um- sóknarfrestur var útrunninn í sept. s.l. Enginn sótti um héraöið. — Skipaskagahérað hefir verið veitt dr. med. Árna Árna- syni. —- Akureyrarhérað: Umsóknarfresturinn var útrunn- inn 10. des. Bragi ólafsson, héraðslæknir á Hofsós, hefir verið á ferð í Rvík undanfarið. Prófessor GuÖmundur Thorodd- sen hefir verið kjörinn heiöursfé- lagi í Svenska Lákaresellskapet. Einnig hefir hann verið valinn meöritstjóri viö Acta Chirurgica Scandinavica. Helgi Ingvarsson, aðstoðar- læknir á Vífilstöðum, er nýkorn- inn heim úr 10 mánaöa ferðalagi erlendis. Hefir hann dvaliö aðal- lega i Þýskalandi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.