Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 10
JlÆKNAB LAÐ Ii> 116 börn eÖa fleiri. Eitt þeirra er Jó- hann Þorkelsson, héraÖl. á Akur- eyri. Helgi heitinn gegndi ýmsum störfum fyrir Hvanneyrarhrepp og síðar Sigluf jarðarhæ. Andaðist 24. nóv. 1937. Með Helga Guðmundssyni, hér- aðsl., er fallinn í valinn sá, sem var næst-elstur allra íslenskra lækna, en elstur þeirra er Guðm. Guðmunds- son (f. 1853), og skyldi enginn halda það, sem sér hann. Æfiferill Helga heitins var ein- kennilegur að því leyti, að hann fær ungur útkjálkahérað, og unir sér þar alla æfi. Þó héraðið væri ekki stórt, var það engum heigl- um hent, j)vi að Fljótin fylgdu með svo og Ölafsfjörður. Leiðin yfir í Fljótin lá yfir snarbrattan fjallgarð (Siglufjarðarskarð), svo og inn í Ólafsfjörð, ef ekki var fært á sjó. Á öllum þessum stöðum er vetrar- hart og snjóþyngsli geysileg, en vegir litlir og illir. Það má geta najrri, hver mannraun ferðalögin hafa oft og einatt verið, ])ó því sé slept, að Helgi heitinn gegndi um tíma allri Skagafjarðarsýslu i viðhót! Hvernig leit hann svo út, lækn- irinn, sem hafði staðið í þessu stímabraki áratugum saman ? Var hann ekki orðinn útslitinn vesaling- ur? Þvi fór áreiðanlega fjarri. Hann var gjörfilegasti maðurinn, sem sást á götunni á Siglufirði, teinréttur, hár og hinn höfðingleg- asti til æfiloka, glaður, kátur og gestrisinn. Það var eins og allur þrældómurinn hefði aðeins rctt úr honum! Ekki var heldur að heyra á honum neitt víl eða vol yfir erfið- leikum og einangrun. Hann lét jafn- an vel yfir sér og óx fátt i augum. Hvernig stóð á því, að erfið lifs- kjör að ýmsu leyti, höfðu svo litil áhri f á þennan mann ? Að nokkru stafaði það af því, að hann var að náttúrufari hraustmenni og heilsugóður, en að nokkru af því, að hann var iþróttamaður, sérstak- lega á skíðum, en það er lífsnauð- syn ])ar norður frá. Hve mikil sem fannkyngin varð, skálmaði læknir- inn á skíðunum ofan á öllu sam- an, eða rendi sér eins og fugl flygi niður veggbrattar f jallshlíðar. Þetta er ráðið: að vaxa sjálfur með erf- iðleikunum! Sennilega hefir (stundum verið einmanalegt á Siglufirði, áður en þorpið óx, ekki síst í stórhríðum, þegar ekki var hundi út sigandi. Helgi læknir kunni þá fágætt ráð til þess að stytta sér stundir: Hann „bróderaði“, saumaði listfengar myndir! Hann var listmálari á sinn hátt. Að sjálfsögðu var læknisfræðis- þekkingu Helga áhótavant að ýmsu leyti, miðað við kröfur síðari tíma. Það fer svo fyrir flestum, er þeir eldast. En hann hafði fengið mikla reynslu, var skyldurækinn og vel látinn af héraðsbúum. Einn ágalla hafði Helgi heitinn. sem hefir því miður fylgt mörgum íslenzkum læknum: Hann var nokkuð ölkær. Engar sögur hefi eg ])ó heyrt af ]>ví, að hann gegndi ekki læknisstörfum sínum fyrir því. Og hvar eru þeir bindindismenn, sem eru beinni á götunni en Helgi læknir? Og hvar eru þeir, sem ná með skíðatærnar ])ar, sem hann hafði hælana? J. J. og G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.