Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ n / Ur erlendum læknaritum. Abortus proTocatus. Á Nýja Sjálandi er afarlítill manndauði og barnadauði, en eigi að síður deyja margar konur af barnsförum. Þessu valda tið fósturlát. 20% vanfærra kvenna láta fóstri, en 13% eru fóst- ureyðing. Margt cr smátt í tönnum manns. Enskir vísindamenn hafa nýlega rannsakað efni i tönnum. Fluor finst alls ekki ætíð. Af öðrum fremur óvæntum efnum fundust: Magnesium. silfur, l>lý, natrium. trontium, barium, chrom, tin, zink. mangan, titanium, nikkel og vana- dium. Klor fanst ekki ætíð. Aðeins heilbrigðar tönnur voru rannsakað- ar. (Lancet 10/7. '37). Tannáta á Tristan da Cunha. Þessi litla eyja, sunnarlega í miðju Atlantshafi. er fræg fyrir það, að tannáta var þar fyrir nokkru lítil eða engin. Enskt herskip kom í febr. þ. á. til eyjunnar og athugaði á ný þetta mál o. fl. íbúum hafði fjölgað síðustu 5 árin úr 162 upp í 183. Tíu skip hafa komið til eyj- arinnar siðustu 3þ2 árin. og hafa flutt eyjarskeggjum hveiti, sykur, sætindi o. fl. Ræktun kálmetis hefir vaxið. Öll börn eru á lirjósti 12— 15 mán. Tannburstar hafa verið fluttir og notaðir. Samfara þessari breytingu á lifnaðarháttum. hefir tannáta farið i vöxt. Fyrir 5 árum höfðu 85% heilar tönnur, en nú aðeins 50%. Mest kveður að þessu á börnum og fólki innan 45 ára. Pyorrhoe hefir og aukist. (1 .ancet 11 /9- 37) • Mœnusótt hefir farið mjög i vöxt síðustu 20 árin. og gengið í far- öldrum. Nú er það talið vist, að srnitun komi aðallega frá sýklaber- um og Irerist gegnum nefið (úða- smitun). Tíðar samgöngur og sam- komur eru þvi að likindum hættu- legar (skólar, bíó o. s. frv.). Sama er og að segja um húsþrengsli. (Lancet 11 /9. '37). Bólusetning Calmettcs við tb. hef- ir verið mikið notuð við nautpen- ing. Buxton o. fl. hafa dælt bólu- efninu inn í æðar, og veldur það fullu ónæmi í 6—12 mán. að minsta kosti. Erfiðara er að halda þessu næmi við, því endurbólusetning reynist ófullkomin vörn. — Ef svipað væri um menn, kæmi það eflaust oft að góðu gagni, að geta gert börn ónæm á fyrsta ári. (Lancet 11 /9. '37). Hi.rti cftir holskurð, stafar oft af samvöxtum, sérstaklega að netja festist í sárið. Sé hún losuð, hverf- ur hixtinn. (Lancet 11/9. '37). Travelling clinics. Þess er getið í minningarriti berklahælis í Mani- toba, að þar fari umferðalæknar um fylkið á ári hverju í berklaleit og verði mikið ágengt. Þeir hafa meðferðis. Röntgentæki og hvað annað, sem hafa þarf. Fyrsta árið (1926) voru 4000 menn skoðaðir á 40 stöðum. Jólamerki hafa verið seld til þess að standast kostnaðinn og alt hefir borið sig vel. (Afmælis- rit Manitoba-berklahælis). C-vitamín í kúamjólk. Birger Hannisdahl birtir allmikla rann- sókn á þessu í Tidskr. f. den norske lægeforen. No. 20—21. Hefir hann rannsakað sölumjólk í Osló. Hann komst að þessari niðurstöðu:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.